Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2016
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1693
5. desember, 2012
Annað
‹ 8
9
Fyrirspurn
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum þ. 31.okt. sl. fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2016 til síðari umræðu 5.desember.
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri tók til máls.

Þá tók til máls Rósa Guðbjartsdóttir og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi tillögu:

"Hagræðing í stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar
Bæjarstjórn samþykkir að leita leiða til hagræðingar í stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar. Sameining Skipulags- og byggingarsviðs og Umhverfis- og framkvæmdasviðs verði tekin til skoðunar í því skyni. Einnig hvort leggja megi niður nýtt starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, sem sett var á laggirnar á síðastliðnu ári og nú er laust til umsóknar. Ennfremur verði íþrótta og tómstundanefnd lögð niður og málaflokkurinn tekinn því beint inn í fjölskylduráð.

Bæjarráði verði falið að vinna að málinu.

Greinargerð:
Í þeirri erfiðu fjárhagsstöðu sem Hafnarfjarðarbær er í verður að leita áfram allra leiða til hagræðingar og draga úr rekstrarkostnaði. Brýnt er að þjónustan við íbúana sé í forgangi og því er lagt til að hagræðingarmöguleika verði einkum leitað innan stjórnsýslunnar og reynt verði að minnka yfirbyggingu þar innan eins og hægt er."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign) og Helga Ingólfsdóttir (sign).

Þá tók til máls Valdimar Svavarsson og lagði fram svohljóðandi tillögu f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Hagkvæmnigreining á úthlutun lóða á Völlum 7
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fela fjármálastjóra að hafa umsjón með gerð greiningar á hagkvæmni og kostnaði við uppbyggingu nýs íbúðahverfis á Völlum 7 en fyrirhugað er að úthluta þar lóðum á næstu árum.

Úttektin skal liggja fyrir í síðasta lagi 1. mars 2013

Greinargerð:
Úttektin skal í fyrsta lagi taka til væntanlegra tekna af úthlutun lóðanna og þeirra fjárfestinga sem ráðast þarf í vegna lögbundinnar þjónustu í hverfinu, þar með talið að klára skipulagsvinnu og kynningu hverfisins auk byggingar gatna, göngustíga, skólahúsnæðis, leikskóla og annarrar þjónustu. Í öðru lagi skal meta áætlaðar útsvarstekjur íbúa nýs hverfis og rekstur lögbundinnar þjónustu í hverfinu. Í þriðja lagi skal áætla hvernig kostnaður og uppbygging hverfisins fellur að þeim samningum og skuldbindingum sem bæjarfélagið hefur nú þegar tekið á sig í öðrum hverfum og þeim lánasamningum sem bærinn hefur undirritað.
Skipulags- og byggingarráð hefur í nokkurn tíma undirbúið úthlutun lóða á Völlum 7 sem er eitt af betri byggingarsvæðum Hafnarfjarðar. Það er ljóst að til þess að veita væntanlegum íbúum þessa svæðis þá þjónustu sem þeim ber þarf að ráðast í töluverðar fjárfestingar í skólahúsnæði og leikskólum auk gatnagerðar og fleira. Það er mjög mikilvægt að kjörnir bæjarfulltrúar hafi allar upplýsingar um þær skuldbindingar sem fylgja uppbyggingu hverfisins áður en ákvörðun verður tekin um að ráðast í hana."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign) og Helga Ingólfsdóttir (sign).

Þá tók til máls Sigríður Björk Jónsdóttir. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari.

Kristinn Andersen tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Viðræður um hugsanlega sameiningu Hafnarfjarðarhafnar og Faxaflóahafna

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafnar verði viðræður við forsvarsmenn Faxaflóahafna um hugsanlega kosti sameiningar Hafnarfjarðarhafnar og Faxaflóahafna, eða að samstarf hafnanna verði aukið til muna. Markmiðið yrði fjárhagslegur ávinningur í formi hagræðingar, aukin atvinna í Hafnarfjarðarhöfn og auknar tekjur fyrir bæjarfélagið.

Greinargerð:
Hafnarfjarðarhöfn hefur verið helsti burðarás í atvinnulífi Hafnfirðinga, en hin síðari ár hefur skipakomum og fiskiskipum fækkað. Ráðist var í mikla fjárfestingu þegar ákveðið var að stækka hafnarsvæðið við Hvaleyrina. Áætlanir gerðu ráð fyrir aukinni starfsemi í og við Hafnarfjarðarhöfn en því miður hafa þær áætlanir ekki staðist og er stór hluti landfyllingarinnar nýttur undir geymslupláss og húsnæði sem lítil starfsemi er í. Þá er nýting á leguplássi við hafnarbakkanna langt undir væntingum. Grípa þarf til ráðstafana til hagræðingar, og til að fjölga verkefnum hafnarinnar liggur því beinast við að fara í samningaviðræður við Faxaflóahafnir um sameiningu eða samstarf. Hagræðing af sameiningu er líkleg til að geta skilað tugum milljóna króna í sparnað fyrir báðar hafnir og gera má ráð fyrir aukinni starfsemi í Hafnarfjarðarhöfn, sem hefði í för með sér fleiri atvinnutækifæri og meiri tekjur fyrir Hafnarfjörð í formi aukinna fasteignagjalda og annarra gjalda.
Skipaður verði starfshópur um málið, þar sem er einn fulltrúi frá hverjum stjórnmálaflokki sem á sæti í bæjarstjórn, hafnarstjóri og fjármálastjóri Hafnarfjarðar. Starfshópurinn hafi heimild til að ráða með sér sérfræðing í verkefnið."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign) og Helga Ingólfsdóttir (sign).

Hörður Þorsteinsson tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Harðar Þorsteinssonar.

Helga Ingólfsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Betri nýting skólahúsnæðis
Þar sem ekki liggur fyrir að hægt sé að ráðast í fjárfrekar framkvæmdir í bænum á næstu mánuðum vegna skuldastöðu sveitarfélagsins og ákvæða í lánasamningum við lánadrottna samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að leita leiða til að leysa húsnæðisvanda við Áslands- og Hraunvallaskóla með öðrum hætti en viðbyggingum.
Ljóst er að í bænum er nægilegt húsnæði fyrir grunnskóla miðað við framkomnar tölur um nemendafjölda og spá um áætlaðan nemendafjölda fram til ársins 2017. Því er lagt til að húsnæði í öðrum skólum bæjarins eða nálægum mannvirkjum verði nýtt til kennslu tímabundið.
Fræðsluráði og Fasteignafélagi Hafnarfjarðar skal falið að finna viðhlítandi lausn á húsnæðisvandanum.

Greinargerð:
Alþekkt er að tímabundin þrengsl verða jafnan í grunnskólum bæjarins í nýjustu hverfunum. Í ljósi þeirrar erfiðu fjárhagsstöðu sem bærinn er í er mikilvægt að skoða heildstætt hver raunveruleg þörf er á auknu skólahúsnæði í bænum. Finna þarf lausnir sem fela hvort tveggja í sér; sem minnst rask fyrir nemendur og betri nýtingu á fjármagni sveitarfélagsins. Innra starf skólanna verður að vera í forgrunni þegar hugað er að hag nemenda og ganga fram fyrir kostnaðarsamar fjárfestingar sem er hægt að koma í veg fyrir með betri samnýtingu á skólahúsnæði bæjarins.
Ekki hefur heldur enn fengist staðfesting á því að bærinn megi ráðast í slíkar framkvæmdir en í lánasamningum við Íslandsbanka og slitastjórn Depfa eru afar íþyngjandi skilmálar varðandi frekari skuldsetningu sveitarfélagsins Einnig er sveitarfélagið langt yfir viðmiði um ásættanlegt skuldahlutfall samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum. Fyrirætlanir um byggingarframkvæmdir við grunnskólana á næstu mánuðum gefa því hlutaðeigandi væntingar og vonir sem ekki er grundvöllur fyrir að svo stöddu. Auk þess er hvergi gert ráð fyrir væntanlegum kostnaði við slíka framkvæmd í þeirri fjárhagsáætlun sem hér er til afgreiðslu."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign) og Helga Ingólfsdóttir (sign).

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Lúðvík Geirsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari öðru sinni. Fyrsti varaforseti, Kristinn Andersen, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls. Forseti tók við fundarstjórn að nýju.

Þá tók Geir Jónsson til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Samningi um ræstingu í grunnskólum sagt upp

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að segja upp samningum um ræstingu í grunnskólum bæjarins um næstu áramót. Uppsögnin tæki gildi 1. júlí 2013 og ræsting skólahúsnæðis í Hafnarfirði verði á verksviði skólaliða í grunnskólum Hafnarfjarðar frá þeim tíma. Þess í stað yrði starfshlutföllum skólaliða og í einhverjum tilvikum húsvarða og stuðningsfulltrúa fjölgað. Sparnaðurinn við þessar breytingar gæti numið um 100 milljónum króna á ársgrundvelli.

Greinargerð:

Áætlaður kostnaður vegna ræstinga í grunnskólum Hafnarfjarðar er áætlaður rösklega 130 milljónir króna vegna ársins 2013. Þennan kostnað má spara að verulegu leyti með því að fela skólaliðum ræstingu í grunnskólunum en m.a. á Akureyri, í Garðabæ og í Kópavogi er slíkt fyrirkomulag á ræstingu í skólunum.

Þetta er samhljóma mati skýrsluhöfundar um rekstur og tillögur á fræðslusviði sem gerð var árið 2010 fyrir fræðsluráð Hafnarfjarðar.

Fyrir árið 2013 má áætla að þessi breyting geti leitt til sparnaðar upp á 45-55 milljónir króna en á ársgrundvelli um 100 milljónir króna og það þótt gert sé ráð fyrir að starfsmönnum verði fjölgað í skólunum eins og að framan greinir."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign) og Helga Ingólfsdóttir (sign).

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Þróunarverkefni í Engidalsskóla fyrir 2- 10 ára börn

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráðast í þróunarverkefni í starfsstöð Víðistaðaskóla í Engidal. Þar verði starfræktur heildstæður skóli fyrir 2-10 ára börn sem færi fyrir þróunarstarfi á afmörkuðum sviðum. Skólinn myndi starfa á grundvelli bókunar fimm í kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands fyrir grunnskóla. Skólinn hefði það að leiðarljósi að starfa eftir nýjum grunnþáttum í menntun og lykilfærni, sbr. læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Ennfremur yrði skólinn forystuskóli á sviði upplýsingatækni þar sem sérstakt þróunarverkefni yrði mótað um notkun rafrænna kennslugagna.
Fræðslusviði yrði í samráði við starfshóp um skólaskipan að vinna að útfærslu tillögunnar fyrir 1. mars 2013."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign) og Helga Ingólfsdóttir (sign).

Geir Jónsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Framtíðarnýting St. Jósefsspítala
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að beita sér fyrir að ríki og Hafnarfjarðarbær, eigendur St. Jósefsspítala, auglýsi nú þegar húsið til notkunar og leiti tilboða um starfsemi í því.

Greinargerð
Hús St. Jósefsspítala hefur staðið autt og ónotað síðan spítalastarfsemi þar var lögð niður fyrir rúmu ári. Húsið á sér merka sögu, það var teiknað af Guðjóni Samúelssyni, bygging þess hófst árið 1924 og spítalastarfsemi var samfelld í húsinu til ársins 2011. Brýnt er að húsinu sé sinnt hvað varðar eftirlit og viðhald, en St. Jósefsspítali er glæsilegt og áberandi kennileiti í bæjarmynd Hafnarfjarðar sem mikilvægt er að glæða lífi og starfi á ný. Spítalahúsið er að 85% hluta í eigu ríkisins, á móti 15% hlut Hafnarfjarðarbæjar, og það eru hagsmunir bæjarins að húsið sé nýtt."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign) og Helga Ingólfsdóttir (sign).

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram breytingartillögur við framlögðum tillögum fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Hörður Þorsteinsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari.

Gengið til atkvæðagreiðslu um framlagðar breytingartillögur Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa framlagðri tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks - Hagræðing í stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar - til bæjarráðs til frekari skoðunar.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa framlagðri tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks - Hagkvæmnigreining á úthlutun lóða á Völlum 7 - til bæjarráðs til frekari skoðunar.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa framlagðri tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks - Viðræður um hugsanlega sameiningu Hafnarfjarðarhafnar og Faxaflóahafna - til hafnarstjórnar til frekari skoðunar.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa framlagðri tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks - Betri nýting skólahúsnæðis - til fræðsluráðs til frekari skoðunar.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa framlagðri tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks - Samningi um ræstingu í grunnskólum sagt upp - til bæjarráðs til frekari skoðunar.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa framlagðri tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks - Þróunarverkefni í Engidalsskóla fyrir 2-10 ára börn - til fræðsluráðs til frekari skoðunar.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa framlagðri tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks - Framtíðarnýting St. Jósefsspítala - til bæjarráðs til frekari skoðunar.

Gengið til atkvæðagreiðslu um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2016.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti eftirfarandi framlagða tillögu með 6 atkvæðum. 5 sátu hjá.
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með áorðnum breytingum fjárhagsáætlun ársins 2013 og áætlun 2014 - 2016 fyrir Bæjarsjóð Hafnarfjarðar og stofnanir hans sem lögð var fram 31. október 2012.
Helstu niðurstöður fyrir A og B hluta eru eftirfarandi í þúsund kr. 2013 2014 2015 2016 Rekstrarreikningur Tekjur 17.351.779 18.242.165 19.067.140 19.871.702 Rekstrargjöld (14.057.760) (14.804.458) (15.445.907) (16.069.498) Br. á líf.skuldbind. (353.000) (373.827) (391.771) (409.009) Afskriftir (850.500) (850.500) (850.500) (850.500) Fjármagnsliðir (1.818.406) (1.601.458) (1.458.322) (1.577.773) Rekstrarniðurstaða 272.113 11.922 920.640 964.922 Efnahagsreikningur Eignir 45.853.253 45.470.727 44.674.225 44.348.309 Eigið fé 6.732.884 7.344.807 8.265.446 9.230.370 Skuldir 39.120.369 38.125.920 36.408.779 35.117.939 Sjóðstreymi Veltufé frá rekstri 2.113.962 2.260.413 2.552.726 2.759.798 Fjárfestingar (260.000) (370.000) (370.000) (370.000) Ný lán 8.800.000 Gr. afb. lána skuldbind (1.915.404) (1.886.811) (11.359.346) (2.393.583)
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

"SÝNILEGUR ÁRANGUR AF ÁBYRGRI FJÁRMÁLASTJÓRN
-SKULDAHLUTFALL LÆKKAR OG AUKNU FÉ VEITT TIL FRAMKVÆMDA OG VIÐHALDS
Frá efnahagshruni haustið 2008 hefur verið unnið að endurskipulagningu á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar. Sú endurskipulagning hefur snúist um viðbrögð við beinum afleiðingum hrunsins og að tryggja grunn að traustum fjárhag til framtíðar. Þessi áætlun sýnir með skýrum hætti hve miklum árangri erfiðar aðgerðir fyrri ára hafa skilað.
Skuldahlutfall Hafnarfjarðarbæjar sem hlutfall af tekjum lækka samkvæmt 4 ára áætlun, úr 225% í 166% á tímabilinu. Álagningarhlutfall fasteignaskatts og lóðarleiga íbúðarhúsnæðis lækkar og auknu fé hefur verið veitt í framkvæmdir og viðhald og búnaðarkaupa. Gjaldskrár sveitarfélagsins hafa verið yfirfarnar og tekjuviðmið hækkuð vegna viðbótarniðurgreiðslna hjá fræðsluþjónustu. Einnig hafa tekjuviðmið vegna niðurgreiðslu fasteignaskatta aldraðra og öryrkja verið hækkuð samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2013.
SKULDIR LÆKKA
- JÁKVÆÐ REKSTRARNIÐURSTAÐA
Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir árið 2013 er jákvæð um 272 m.kr. og rekstrarniðurstaða A hluta 46 m.kr. Heildareignir samstæðunnar eru áætlaðar um 46 milljarðar kr. í árslok 2013 og skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar um 39 milljarðar kr. og eigið fé um 7 milljarðar kr.
Áætlað veltufé frá rekstri A hluta er um 1,4 milljarður kr. og samantekið fyrir A og B hluta 2,1 milljarðar kr. sem er rúmlega 12% af heildartekjum.
Á árinu 2013 er ráðgert að greiða niður lán og skuldbindingar um 1,9 milljarða kr.
SKATTAR LÆKKA
- ÁLAGNINGARHLUTFALL FASTEIGNAGJALDA Á ÍBÚÐARHÚSNÆÐI LÆKKAÐ
Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,32% í 0,30% eða um 6,25%,
Lóðarleiga lækkar úr 0,42 % í 0,40 % eða um 4,76%
Vatnsgjald lækkar úr 0,112 % í 0,105 % eða um 6,25%.
Holræsagjald hækkar úr 0,185% í 0,195% eða um 5,41%

AUKIÐ FÉ TIL FRAMKVÆMDA
- HÆKKAR UM 37% Á MILLI ÁRA
Fjárheimild til framkvæmda eru 260 m.kr. og hækka um 70 m.kr á milli ára eða um 37%.
Gangstéttir við Ásland 3, Velli 5 og 6 og Norðurbakka
Strandgata, húsagata við Dröfn
Göngu- og hjólastígar
Leikskólinn Álfaberg stækkun
Hönnun leikskóla við Bjarkavelli
Hönnun Ásvallabrautar
Kaplakriki, frjálsíþróttahús

AUKIÐ FÉ TIL VIÐHALDS
- HÆKKAR UM 169% Á MILLI ÁRA
Fjárheimild til viðhalds fasteigna og gatna eru um 376 m.kr. og hækka um 236 m.kr. milli ára eða um 169%.
Grunnskólar og tónlistarskóli um 69 m.kr.
Leikskólar um 41 m.kr.
Íþrótta- og sundstaðir um 59 m.kr.
Aðrar byggingar um 35 m.kr.
Íbúðir um 52 m.kr.
ÞJÓNUSTA VIÐ FJÖLSKYLDUNA EFLD
- VIÐBÓTARNIÐURGREIÐSLUR AUKNAR
Í fjárhagsáætlun eru aukin framlög til Fjölskyldu- og Fræðsluþjónustu.
Skiptistundum í grunnskólum verður fjölgað frá og með næsta skólaári.
Framlög til foreldra vegna barna hjá dagforeldrum hækka.
Tekjuviðmið vegna viðbótarniðurgreiðslna hækka um 9% frá 1.janúar og um 5,1% 1. ágúst 2013.
SÝNILEGUR ÁRANGUR
Frá efnahagshruni haustið 2008 hefur verið unnið að endurskipulagningu á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar. Sú endurskipulagning hefur snúist um viðbrögð við beinum afleiðingum hrunsins og að tryggja grunn að traustum fjárhag til framtíðar. Þessi áætlun sýnir með skýrum hætti hve miklum árangri aðgerðir fyrri ára hafa skilað.
Við erum á réttri leið. Í fjárhagsáætluninni eru skýr skilaboð um traustan rekstur og ábyrga fjármálastjórn sem skilar okkur hagkvæmari rekstri, góðri þjónustu, ánægðum íbúum og sterkri ímynd."

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Hörður Þorsteinsson (sign),
Guðný Stefánsdóttir (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Lúðvík Geirsson (sign).

Rósa Guðbjartsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Þung greiðslubyrði og fjármagnskostnaður að sliga bæjarsjóð og skattbyrði á bæjarbúa eykst
- sjálfstæðismenn leggja fram tillögur sem eiga að spara á annan milljarð króna á 5 árum.

- Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2013 ber glöggt merki þess í hve alvarlegri fjárhagslegri stöðu bærinn er í eftir gríðarlega skuldasöfnun síðasta meirihluta bæjarstjórnar þegar framkvæmdagleðin réð ríkjum.

- Heildarskuldir bæjarins nema rúmum 39 milljörðum króna eða um 6 milljónir króna á hverja fjölskyldu í Hafnarfirði. Þrátt fyrir hástemmd loforð og fyrirheit um lækkun skulda mun samkvæmt þessari áætlun ekki takast að minnka skuldahlutfallið, þe hlutfallið á milli skulda og reglulegra tekna, meira en niður í 225% - úr um 250% hlutfalli á yfirstandandi ári ? en það skuldahlutfall er með því allra hæsta sem þekkist í sveitarfélögum landsins.


- Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2013 ber þess líka glöggt merki að núverandi meirihluti hefur sópað vandanum undir teppið og velt yfir á næsta kjörtímabil til úrlausnar. Greiðslubyrði lána er mjög þung á komandi misserum og árum, ekki síst árið 2015 þegar 11 milljarðar króna koma til afborgunar hjá slitastjórn Depfa. Ekki eru birtar áætlanir í þessari fjárhagsáætlun um það hvernig það á að takast heldur því verið lýst yfir að tekið verði lán fyrir afborguninni. Vandanum hefur verið ýtt á undan sér fram yfir kosningar.
-
- Þá þyngir fjárhagsstöðuna mjög að 1,7 milljarða lífeyrisskuldbinding Byr gagnvart Eftirlaunasjóði starfsmanna Hafnarfjarðar muni falla á bæjarfélagið eins og nú lítur út fyrir og hækkar skuldahlutfall bæjarins um 9% frá þvi sem annar hefði verið. Þá er fjármagnstekjuskattur upp á um 600 milljónir króna enn ógreiddur
-
- Í fjárhagsáætluninni eykst skattbyrði á bæjarbúa og er hækkunin umfram verðbólgu. Því þótt álagningarprósenta fasteignagjalda sé lækkuð úr 0,32% í 0,30% þá hækkar skattbyrði bæjarbúa um 6,7% m.a. vegna hækkunar á fasteignamati og þó að álagningarprósenta lóðarleigu fari úr 0,42% í 0,40% þá hækkar skattbyrði bæjarbúa um 7,7%. Álagningarprósenta á atvinnuhúsnæði er óbreytt á milli ári og því ekkert gert til að létta álögur á atvinnulífið.
-
-
- Það er í hæsta máta óábyrgt að afgreiða tillögu í fræðsluráði um framkvæmdir íþróttahúss við Áslandsskóla þegar hvergi er gert ráð fyrir fjármagni til framkvæmdarinnar í fjárhagsætluninni. Ekki liggur heldur fyrir að bænum yrði leyft að fara út í slíkar framkvæmdir en í lánasamningum við Depfa og Íslandsbanka eru íþyngjandi skilmálar varðandi frekari skuldsetningu sveitarfélagsins auk skilyrða eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga.
.Samkvæmt nýlegri framkvæmdaáætlun er kostnaður vegna fyrirliggjandi framkvæmda ? og fjárfestingaþarfar í bæjarfélaginu um 4 milljarðar króna en í fjárhagsáætlun 2013 eru um 260 milljónir króna áætlaðar til málaflokksins í heild sinni. Uppsöfnuð viðhaldsþörf vegna skerts fjármagns til málaflokksins nemur fleiri hundruð milljónum og þrátt fyrir að á næsta ári verði aukið við fjármagn til málaflokksins er ljóst að enn mun ekki takast að ljúka frágangi gangstétta í nýbyggingarhverfum og fjölmörg önnur mál bíða úrlausnar.
Ekki eru nein áform um að hagræða frekar í rekstrinum, nema síður sé því rekstraliðir hækka á flestum sviðum, og hvað þá að leitað sé nýrra leiða í þeim efnum. Með því að lækka laun starfsmanna, halda niðri viðhaldi og framkvæmdum, hækka gjöld á barnafjölskyldur og draga úr þjónustu eins og gert hefur verið á umliðnum árum telur meirihlutinn að hægt sé að láta boltann rúlla. Engar uppbyggilegar eða nýstárlegar tillögur um hvernig auka megi tekjur bæjarins, nýta auðlindir og mannauð eða draga úr kostnaði í yfirbyggingu er að finna í tillögum meirihlutans.

Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 hafa sjálfstæðismenn lagt fram tillögur sem leitt gætu til hagræðingar, skapað ný atvinnutækifæri og þar með tekjur til bæjarfélagsins. Í tillögunum var útsjónarsemi höfð að leiðarljósi í annars afar þröngri stöðu bæjarfélagsins. Gróflega reiknað gætu tillögurnar skilað á öðrum milljarði króna á fimm ára tímabili.

Tillögur sjálfstæðismanna eru svohljóðandi:(sjá nánari útfærslu hér framar í fundargerð):

1. Betri nýting skólahúsnæðis
2. Samningi um ræstingu í grunnskólum sagt upp
3. Viðræður um hugsanlega sameiningu Hafnarfjarðarhafnar og Faxaflóahafna
4. Þróunarverkefni í Engidalsskóla fyrir 2- 10 ára börn
5. Hagkvæmnigreining við úthlutun lóða í Hádegishlíðum ( Völlum 7)
6. Hagræðing í stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar
7. Framtíðarnýting St. Jósefsspítala"

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign) og Helga Ingólfsdóttir (sign).2013201420152016RekstrarreikningurTekjur17.351.77918.242.16519.067.14019.871.702Rekstrargjöld(14.057.760)(14.804.458)(15.445.907)(16.069.498)Br. á líf.skuldbind.(353.000)(373.827)(391.771)(409.009)Afskriftir(850.500)(850.500)(850.500)(850.500)Fjármagnsliðir(1.818.406)(1.601.458)(1.458.322)(1.577.773)Rekstrarniðurstaða272.11311.922920.640964.922EfnahagsreikningurEignir45.853.25345.470.72744.674.22544.348.309Eigið fé6.732.8847.344.8078.265.4469.230.370Skuldir39.120.36938.125.92036.408.77935.117.939SjóðstreymiVeltufé frá rekstri2.113.9622.260.4132.552.7262.759.798Fjárfestingar(260.000)(370.000)(370.000)(370.000)Ný lán8.800.000Gr. afb. lána skuldbind(1.915.404)(1.886.811)(11.359.346)(2.393.583)2013201420152016RekstrarreikningurTekjur17.351.77918.242.16519.067.14019.871.702Rekstrargjöld(14.057.760)(14.804.458)(15.445.907)(16.069.498)Br. á líf.skuldbind.(353.000)(373.827)(391.771)(409.009)Afskriftir(850.500)(850.500)(850.500)(850.500)Fjármagnsliðir(1.818.406)(1.601.458)(1.458.322)(1.577.773)Rekstrarniðurstaða272.11311.922920.640964.922EfnahagsreikningurEignir45.853.25345.470.72744.674.22544.348.309Eigið fé6.732.8847.344.8078.265.4469.230.370Skuldir39.120.36938.125.92036.408.77935.117.939SjóðstreymiVeltufé frá rekstri2.113.9622.260.4132.552.7262.759.798Fjárfestingar(260.000)(370.000)(370.000)(370.000)Ný lán8.800.000Gr. afb. lána skuldbind(1.915.404)(1.886.811)(11.359.346)(2.393.583)