Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2016
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1690
31. október, 2012
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð BÆJH frá 29.okt.sl. Fjármálastjóri mætti á fundinn og kynnti tillögu að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013 sem og áætlun 2014- 2016. Skipulags- og byggingarráð samþykkti sína áætlun 23.10. sl. og umhverfis- og framkvæmdaráð sína 24.10. sl. Fræðsluráð vísar sinni áætlun til bæjarráðs 22.10. Fjölskylduráð vísar sinni áætlun til bæjarráðs 26.10. Bæjarráð vísar fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Gert er ráð fyrir kynningu á áætluninni í bæjarstjórn miðvikudaginn 31. október nk. kl. 14:00
Svar

Fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar, Gerður Guðjónsdóttir, mætti til fundarins og kynnti fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2016.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögur:

Álagning sveitarsjóðsgjalda
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að útsvarshlutfall árið 2013 verð óbreytt, þ.e. 14,48%"

Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2016, fyrri umræða
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun 2013-2016 til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 5. desember 2012"

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Þá Gunnar Axel Axelsson.

Gert stutt fundarhlé.

Forseti bar upp tillögu um að tekið yrði á dagskrá með afbrigðum málið Álagning sveitarsjóðsgjalda 2013. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu um að vísa framlagðri fjárhagsáætlun 2013-2016 til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 5. desember 2012.