Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Rósa Guðbjartsdóttir sem lagði fram svohljóðandi breytingartillögu f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
"Í stað undirbúnings og hönnunar v. síðari áfanga Áslandsskóla komi undirbúningur framkvæmda við fyrri hluta leikskóla að Bjarkavöllum 3.
Skýringar:
Þetta er í samræmi við tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram í fræðsluráði 7. okt. þar sem lagt er til að byggður verði 5 deilda leikskóli á Bjarkavöllum á þeim grunni sem þar er fyrir. Verkinu verði áfangaskipt í samræmi við þarfagreiningu og verði innan þeirra marka sem sveitarfélagið hefur til nýfjárfestinga án þess að skuldsetning aukist. Fyrsti áfangi leikskólans verði tekinn í notkun haustið 2015. Einnig eru ítrekaðar tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að skoðað verði aukið samstarf milli efstu bekkja grunnskóla og betri nýtingu húsnæðis og aðbúnaðar í skólunum sem lausn á tímabundnum þrengslum við Áslandsskóla."
Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Valdimar Svavarsson (sign), Geir Jónsson (sign),
Kristinn Andersen (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).
Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur og lagði fram tillögu um að vísa framlagðri breytingartillögu til fræðsluráðs. Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir kom að stuttri athugasemd. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson tók til máls. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Geir Jónsson tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari.
Gert stutt fundarhlé.
Varaforseti las upp framlagða tillögu bæjarstjóra um að vísa breytingartillögu af fundi og í fræðsluráð. Tillagan var samþykkt með 6 atkvæðum. 5 greiddu atkvæði á móti.
Gengið til atkvæðagreiðslu um framlagðan viðauka III við fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2013. Var hann samþykktur með 6 atkvæðum. 5 greiddu atkvæði á móti.
Rósa Guðbjartsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
"Hvorki liggur fyrir hvernig fjármagna á viðbyggingu við Áslandsskóla né hvort ný skuldsetning sé heimil samkvæmt ákvæðum í lánasamningi og vegna viðmiða um lækkun skuldahlutfalls samkvæmt lögum um fjármál sveitarfélaga. Vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt til að húsnæðisvanda skóla verði að sinni mætt með aukinni samvinnu elstu bekkja í grunnskólum. Lögð verði áhersla á að viðhalda gæðum innra starfs skólanna í stað fjárfrekra framkvæmda sem einungis munu auka rekstrar- og skuldabyrði sveitarfélagsins. Sjálfstæðismenn hafa lagt til að næsta uppbygging skólahúsnæðis verði á Völlum enda ljóst samkvæmt skýrslu um íbúaþróun að þar er brýnasta þörfin. Mikilvægt er að slík uppbygging verði innan þess fjárhagsramma sem sveitarfélagið sjálft hefur sett sér. Framkomnar tillögur meirihlutans um hraða og kostnaðarsama uppbyggingu á næstu mánuðum eru til þess fallnar að skapa óraunhæfar væntingar enda ljóst að engin innistæða er fyrir þessum áformum sé litið til fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og framkvæmdaáætlana. Einnig vantar framtíðarsýn á þróun og innra starf skólanna sem nauðsynlegt er að fái aukið vægi á næstu misserum eftir niðurskurð undanfarinna ára."
Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Valdimar Svavarsson (sign), Geir Jónsson (sign),
Kristinn Andersen (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir lagði fram f.h. fulltrúa VG og Samfylkingar svohljóðandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja áherslu á raunhæfa og ábyrga uppbyggingu skólamála í Hafnarfirði hér eftir sem hingað til. Fyrirhugaðar framkvæmdir við síðari áfanga Áslandsskóla hafa verið ráðgerðar frá því skólinn tók til starfa og eru nauðsynlegar til að mæta lögbundinni og eðlilegri skólaþjónustu í vaxandi hverfi. Síðari áfangi Áslandsskóla er hluti þeirra framkvæmda sem nauðsynlegar eru á næstu árum til að mæta þróun og stækkun skólahverfa í Áslandi og á Völlum. Með framkominni tillögu er tryggt fjármagn til að hefja undirbúning þessara framkvæmda. Útfærsla frekari fjármögnunar mun liggja fyrir í þeirri fjárhagsáætlun sem nú er í vinnslu."
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign),
Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Lúðvík Geirsson (sign), Guðfinna Guðmunsdóttir (sign).