Starfsmenn leikskóla, kjaramál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3333
1. nóvember, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lagðar fram áskoranir starfsfólks leikskóla bæjarins varðandi leiðréttingar á kjörum.
Svar

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svari erindinu.

Bæjarráðfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:
"Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja brýnt að leita leiða til að leiðrétta kjör allra þeirra starfsmanna bæjarins sem hafa orðið fyrir skerðingu á liðnum árum, rétt eins og gert var hjá ákveðnum hópi einstaklinga, einkum innan stjórnsýslunnar, fyrir skömmu. Mikilvægt er að gæta jafnræðis í þessum efnum milli starfsfólks sem lagt hefur mikið á sig í hagræðingaraðgerðum vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins."

Bæjarráðfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bóka:
"Meirihlutinn telur eðlilegt að bæjarstjóra sé falið að svara erindinu efnislega.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur í málflutningi sínum krafist þess að hart sé gengið fram í niðurskurði í bæjarfélaginu og er sú bókun sem hér er lögð fram því í algjörri þversögn við þá almennu afstöðu þeirra."

Rósa Guðbjartsdóttir bókar:
"Óskað er eftir skriflegum upplýsingum um hvar Sjálfstæðismenn hafa gengið hart fram í óskum um niðurskurð. Ennfremur skal á það bent að hagræðing og niðurskurður þarf ekki eingöngu að beinast að kjörum starfsfólks, Sjálfstæðismenn hafa einkum lagt fram tillögur um t.d. betri nýtingu á húsnæði bæjarins sem illa hefur verið tekið í hingað til."