Suðurbær nýtt deiliskipulag
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 348
23. maí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarsvið kynnir tillögu að deiliskipulagi. Fulltrúi Byggðasafns Hafnarfjarðar kynnti husaskráningu fyrir svæðið. Kynningarfundur var haldinn 22.10.2013 og farið var yfir innkomnar ábendingar við vinnslu tillögunnar. Deiliskipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemd barst.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir svar skipulags- og byggingarsviðs við athugasemd sem barst að sínu. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu Suðurbær sunnan Hamars í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir nýtt deiliskipulag fyrir Suðurbæ sunnan Hamars og að skipulaginu verði lokið í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010."