Menningar- og ferðamálanefnd - 190
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3336
29. nóvember, 2012
Annað
‹ 12
13
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13. nóvember sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 13.1. 1211083 - Byggðasafn 2012 Forstöðumaður Byggðasafns Hafnarfjarðar, Björn Pétursson, mætir til fundarins til þess að ræða A: ástand safnhúsa, B:áhrif niðurskurðarins á miðlunarþátt safnsins og önnur mál. A:Menningar- og ferðamálanefnd lýsir yfir miklum áhyggjum af slæmu ástandi húsa Byggðasafnsins og telur að ef ekki verði brugðist við fljótlega muni kostnaður viðgerða hækka mikið. Nefndin vísar málinu til Umhverfis- og framkvæmdarráðs.
B: Niðurskurður á fjárveitingu til Byggðasafnsins síðastliðin ár hefur verið það mikill að ekki hefur verið hægt að setja upp nýjar sýningar né hafa allan safnkost opin almenningi. 13.2. 1006286 - Umhverfis- og auðlindastefna. Umhverfis- og framkvæmdarsvið óskar eftir umsögnum og athugasemdum frá Menningar- og ferðamálanefnd vegna Umhverfis- og auðlindastefnu. Lögð til kynningar 13.3. 1209124 - Jólaþorpið 2012 Kynning á markaðssetningu og skemmtidagskrá Jólaþorpsins Nefndin er ánægð með frábæra dagskrá Jólaþorpsins og vonar að allir Hafnfirðingar komi til með að njóta Jólaþorpsins á 10 ára afmæli þess.