Menningar- og ferðamálanefnd - 191
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3337
13. desember, 2012
Annað
‹ 13
14
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 27. nóvember sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 14.1. 1006286 - Umhverfis- og auðlindastefna. Umhverfis- og framkvæmdarsvið óskar eftir umsögnum og athugsemdum frá Menningar- og ferðamálanefnd vegna Umhverfis- og auðlindastefnu. Menningar- og ferðamálanefnd tekur undir þær athugsemdir í skýrslunni sem snúa að bættu aðgengi, merkingu og fræðslu um náttúru bæjarlandsins og nágrennis. Einnig að aukið verði við landvörslu í Krýsuvík og að nýting auðlinda verið með þeim hætti að sem minnst truflun verði á annarri starfsemi svo sem ferðamennslu og útivist.

Nefndin leggur áherslu á að nýting jarðhita í Sveifluhálsi verði með þeim hætti að ekki valdi röskun í og við Seltún og að framkvæmdir verði arðsemisútreikningar á nýtingu auðlindarinnar. Varlega þarf að fara í allar framkvæmdir á þessu stórbrotna svæði þannig að komandi kynslóðir geti fengið að njóta þess. 14.2. 1101215 - Straumur við Straumsvík, leigusamningur Leigutaki Straums, Viking Circle, mun fara út 1.1.2013. Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir því að Straumur verði auglýstur til leigu sem fyrst. 14.3. 1211293 - Styrkumsókn til þess að gera gagnagrunn um uppbyggingu miðbæ Hafnarfjarðar frá 1800 til dagsins í dag. Gunnar Logi Gunnarsson arkitekt óskar eftir styrk til þess að gera gagnagrunn um uppbyggingu á miðbæ Hafnarfjarðar frá 1800 til dagsins í dag. Lagt fram til kynningar