Aðalskipulag Hafnarfjarðar Suðurbær, breyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 316
19. febrúar, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulaginu hvað varðar Hringbraut 17 og lóðir kring um St:Jósefsspítala. Tillagan var samþykkt í auglýsingu skv. 30. og 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010, en við nánari athugun hefur komið í ljós að engir hagsmunir skerðast og er því hægt að fara með tillöguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi sk. 2. mgr. 36. greinar sömu laga.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að farið verði með aðalskipulagsbreytinguna sem óverulega skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að farið verði með aðalskipulagsbreytingu fyrir Suðurbæ Hafnarfjarðar dags. 27.11.12 sem óverulega skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."