Deiliskipulag, tilkynning í Stjórnartíðindum 2011 og 2012
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 315
5. febrúar, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Teknar fyrir skipulagstillögur sem auglýstar voru skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, en ekki tókst að birta á tilskildum tíma í b-deild Stjórnartíðinda skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða eftirtaldar tillögur:´ Mál nr. 0902053 - Hörðuvellir/Reykdalsreitur, Ljósatröð, deiliskipulag dælustöð, mál 0902053. Samþykkt 02.11.10. Mál nr. SB040124 - Sléttuhlíð deiliskipulag, textabreyting í skilmálum. Samþykkt 10.11.10. Mál nr. 0712080 - Miðbær-Hraun deiliskipulag. Samþykkt 19.12.11. Mál nr. SB030312. Jarðvegstippur deiliskipulag. Samþykkt 26.01.11.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að framangreindar tillögur verði auglýstar að nýju skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010, og jafnframt verði þeim sem athugasemdir gefinn kostur á að láta þær athugasemdir gilda ef þeir óska þess.

Þar sem ekki tókst að birta þessi skipulög í b-deild Stjórnartíðinda á tilskildum tíma skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 gerir Skipulags- og byggingarráð eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að eftirfarandi deiliskipulagstillögur verði auglýstar að nýju samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: "Hörðuvellir/Reykdalsreitur, Ljósatröð, deiliskipulag dælustöð", sem samþykkt var 02.11.10., "Sléttuhlíð, deiliskipulag, textabreyting í skilmálum", sem samþykkt var 10.11.10, "Miðbær-Hraun, deiliskipulag", sem samþykkt var 19.12.11, og "Jarðvegstippur, deiliskipulag", sem samþykkt var 26.01.11."