Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:
"Ekki liggur fyrir ennþá hvaða störf eru fyrirhuguð fyrir átak í atvinnumálum og mikilvægt er að endanlegur kostnaður liggi fyrir sem fyrst og rúmist innan fjárhagsáætlunar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vænta þess að fyrirhuguð störf á vegum Hafnarfjarðar skili bæjarfélaginu skýrum ávinningi og stuðli að aukinni og varanlegri atvinnuþátttöku atvinnuleitenda."