SHS fasteignir, lánamál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1693
5. desember, 2012
Annað
Fyrirspurn
7. liður úr fundargerð BÆJH frá 29.nóv. sl. Lögð fram tillaga fjármálastjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu varðandi lánamál fasteigna slökkviliðsins. Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögur til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um aukið stofnfé til SHS samstæðunnar."
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Kristinn Andersen kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.