Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1780
15. febrúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.febr. sl. Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi Ásvallabrautar, tenging Valla og Áslands.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deilskipulagi og að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41.gr. laga 123/2010."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

Tillaga um að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki tillögu að deilskipulagi og að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41.gr. laga 123/2010 borin upp til atkvæða og hún samþykkt með 7 atkvæðum og 4 sátu hjá.