Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1807
20. júní, 2018
Annað
Fyrirspurn
Afgreiðslu frestað á fundi bæjarstjórnar 23.maí sl. Til umræðu. 11.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.maí sl. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 14/2 2018 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 og hún að hún yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 36.gr. laga 123/2010. Einnig var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi aftur samhliða framangreindri aðalskipulagsbreytingu ásamt breytingum á skipulagsmörkum við Ásland 3 og Hlíðarþúfum skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010. Skipulags- og byggingarráð hafði samþykkt erindið á fundi sínum þann 9. feb. s.l. Aulýsingatími er liðinn og athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn skipualgsfulltrúa. Á fundi ráðsins þann 30. apríl sl. var óskað eftir viðbótar hljóðgreiningu. Helga Stefánsdóttir mætir á fundinn og gerir grein fyrir henni.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa. Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði lokið í samræmi við 2. mgr. 32. gr. laga 123/2010 og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.
Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur einnig Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri. Elva Dögg svarar andsvari.
Til máls tekur Unnur Lára Bryde og leggur til að málinu verði frestað framyfir kosningar. Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson.
Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir.
Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Gunnar Axel Axelsson kemur upp í andsvar.
Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.
Forseti ber upp framkomna tillögu um frestun málsins framyfir kosningar. Er tillagan samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson og leggur til að málinu verði frestað milli funda.

Jón Ingi Hákonarson tekur til máls og leggur til að málinu verði vísað til umfjöllunar í skipulags- og byggingarráði.

Adda María tekur til máls og tekur undir tillögu Jóns Inga um að málinu verði vísað til skipulags og byggingarráðs.

Forseti ber upp framkomna tillögu um að málinu verði vísað til skipulags- og byggingarráðs og er það samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.