Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 642
9. febrúar, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2017 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 - 2025 i tengslum við gerð nýs deiliskipulags við Ásvallabraut. Skv. ákvæðum skipulagslaga 2. mgr. 30. gr þarf að kynna tillöguna áður en hún er samþykkt til auglýsingar. Búið er að kynna lýsingu fyrir almenningi og hagsmunaaðilum og fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunnar.
Kynning á aðalskipulagsbreytingunni og forsendur hennar hefur farið fram í almennri kynningu ásamt kynningu vegna nýs deiliskipulags Ásvallabrautar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur og að þær verði auglýstar skv. 1. mgr. 36. gr skipulagslaga 123/2010 og skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
'Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 og hún auglýst í samræmi við 1. mgr. 36.gr. laga 123/2010. Einnig er samþykkt að auglýsa tillögu deiliskipulagi aftur samhliða framangreindri aðalskipulagsbreytingu ásamt breytingum á skipulagsmörkum við Ásland 3 og Hlíðarþúfum skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010.