Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3403
26. mars, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 18. mars sl. varðandi fjárhagsáætlun 2015-2018 og aðlögunaráætlun sveitarfélagsins.
Svar

Hækkun vegna kjarasamninga árið 2014 hækkaði launakostnað sveitarfélagsins um 1.1 milljarð króna milli fjárhagsáætlana. Þetta ásamt öðru leiddi til þess að ekki tókst að gera fjárhagsáætlun 2015 í samræmi við aðlögunaráætlun. Meðal annars þess vegna var ákveðið að fara í þá rekstrarúttekt sem nú stendur yfir og þegar niðurstöður hennar liggja fyrir verður farið í að gera aðlögunaráætlun sem verður í samræmi við upphaflega áætlun sem gert var samkomulag um við eftirlitsnefndina árið 2013. Varðandi framkvæmdaþáttinn þá er vísað í bréf fyrrverandi bæjarstjóra frá 5. feb 2014 til eftirlitsnefndarinnar þar sem m.a. er tilkynnt að fjárfestingaráætlun í aðlögunaráætlunni hafi verið breytt þar sem hún reyndist óraunhæf en í áætlun fyrir 2015 var gengið út frá breyttri áætlun.
Bæjarstjóra er falið að svara erindi eftirlitsnefndarinnar og í svarinu verði gerð grein fyrir fyrri ábendingum og nýrri aðlögunaráætlun þegar niðurstöður rekstraráætlunarinnar liggja fyrir.