Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3408
4. júní, 2015
Annað
Fyrirspurn
Þórir Ólafsson formaður eftirlitsnefndarinnar og Eiríkur Benónýsson starfsmaður hennar mættu á fundinn. Farið var almennt yfir stöðuna í fjármálum sveitarfélagsins miðað við fyrirliggjandi áætlanir.
Svar

Bæjarráð þakkar framkomnar upplýsingar.

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna óskuðu eftir fundarhlé

Gert var fundarhlé 08:55 - 09:13.

Á framhaldsfundi þann 11. júní voru lagðar fram eftirfarandi bókanir:

Adda María Jóhannsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar og áheyrnarfulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboð:

"Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði lýsa furðu sinni á þeirri uppákomu sem meirihlutinn býður hér upp á í þeim augljósa tilgangi að réttlæta fyrirhugaðan niðurskurð.
Líkt og fram kemur í erindi eftirlitsnefndarinnar verður ekki annað séð en að gildandi aðlögunaráætlun muni standast, skuldaviðmið verði undir 150% fyrir árið 2019 og jafnvægisregla verði uppfyllt. Miðað við að skuldaviðmið var komið niður í 176% í árslok 2014 megi þvert á móti gera ráð fyrir að því markmiði verði náð fyrr en áætlunin gerir ráð fyrir.
Ólíkt því sem ætla má af þeim gögnum sem lágu fyrir fundinum kom í ljós að fulltrúar Eftirlitsnefndarinnar höfðu ekki óskað eftir fundinum heldur hafi beiðni þess efni borist frá bæjaryfirvöldum.
Það hlýtur að vera einsdæmi að forystufólk í sveitarstjórn leggi svo mikið á sig sem raun ber vitni til að draga upp dökka mynd af stöðu eigin sveitarfélags, augljóslega í þeim eina tilgangi að réttlæta pólitískar niðurskurðaraðgerðir.
Það er eðlilegt að spurt sé hvernig það geti þjónað hagsmunum sveitarfélagsins og íbúum þess."

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar óskuðu eftir fundarhlé.

Gert var fundarhlé kl. 08:55 - 09:19

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Meirihluti bæjarráðs deilir ekki þeirri skoðun minnihluta að samtal bæjarráðs sveitarfélags við Eftirlitsnefnd sveitarfélaga flokkist undir uppákomur. Mikilvægt er að bæjarráð sé vel upplýst um stöðu mála hverju sinni og telur meirihlutinn til bóta að fleiri en bæjarstjóri komi að þessu samtali og þó fyrr hefði verið.
Túlkun um að á fundinum hafi verið dregin upp dökk staða af fjárhagsstöðu bæjarins er alfarið minnihlutans, eins og fram kemur í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar. Á fundinum var einfaldlega rædd raunveruleg staða mála og eðli samstarfs sveitarfélagsins við Eftirlitsnefndina. Meðal þess sem rætt var á fundinum var hvernig hægt sé að leiðrétta þau frávik sem orðin eru á milli fjárhagsáætlunar og gildandi aðlögunaráætlunar og hvenær og hvernig ræða skuli við Eftirlitsnefndina um viðbótarverkefni utan áætlunar, á borð við nýjar framkvæmdir, sem nú eru ekki hluti af aðlögunaráætlun."