Hagkvæmnigreining á úthlutun lóða á Völlum 7.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1699
13. mars, 2013
Annað
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð BÆJH frá 7.mars sl. Farið yfir hagkvæmnigreiningu vegna úthlutunar lóða á Völlum 7. Bjarki Jóhannesson og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjórar mættu á fundinn. Lagt fram.
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir greinargóða úttekt en benda á að í úttektina vantar mat fjármálastjóra á hagkæmni lóðaúthlutunar í Skarðshlíð miðað við þær aðstæður sem sveitarfélagið er í, þeas að 90% af lóðarverðinu rynni til slitastjórnar Depfabanka vegna veðsetningar á öllum óseldum lóðum."
Svar

Lúðvík Geirsson mætti til fundarins kl. 14:15.

Valdimar Svavarsson tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Valdimar Svavarsson kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Geir Jónsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Valdimar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að stuttri athugasemd. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.

Valdimar Svavarsson kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Í hagkvæmniúttekt sem hér liggur fyrir er ekki tekið á því hvernig kostnaður og uppbygging hverfisins fellur að þeim samningum og skuldbindingum sem bæjarfélagið hefur nú þegar tekið á sig í öðrum hverfum og þeim lánasamningum sem bærinn hefur undirritað.
Ljóst er að þegar lánasamningur við þrotabú Depfa er tekinn inn í myndina þá rúmast uppbygging hverfisins engan veginn innan ramma tíu ára fjárhagsáætlunar bæjarins. Í þeim samningi er 90% af söluverðmæti lóða skilyrt til inngreiðslu á höfuðstól og ennfremur litið til þess að í samræmi við lög um skuldahlutfall ber sveitarfélaginu að ná skuldum niðut fyrir 150% á tíu ára tímabili og framlögð áætlun til að ná því marki gerir ráð fyrir 360 milljónum króna á ari til nýfjárfestinga á tímabilinu.
Samkvæmt úttektinni vantar um tvo milljarða króna til að klára uppbyggingu svæðisins og eingöngu er gert ráð fyrir litlum hluta af kostnaðinum við að byggja upp skóla og nýja Ásvallabraut.
Sjálfstæðismenn benda á mikilvægi þess að fjárhagslegar forsendur liggi fyrir þegar ákvörðun um uppbyggingu og úthlutun nýs hverfis verður tekin. Í úttektinni kemur líka fram að nægt framboð lóða og íbúða er í bænum nú þegar og að mögulegt ætti að vera að þétta byggð á nokkrum stöðum. Einnig ætti það að vera forgangsatriði að klára frágang í þeim hverfum sem hafa byggst upp á undanförnum árum."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).

Gert stutt fundarhlé.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
"Fyrir liggur að hagkvæmt er og skynsamlegt að hefja uppbyggingu í Skarðshlíð í áföngum. Fyrirliggjandi hagkvæmnigreining styður þetta. Málatilbúnaður Sjálfstæðisflokksins er til þess eins fallinn að tefja þessar framkvæmdir og standa í vegi fyrir eðlilegri uppbyggingu í bæjarfélaginu."

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign),
Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Lúðvík Geirsson (sign).