Framtíðarnýting St.Jósefsspítala
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3337
13. desember, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi 5. desember 2012 að vísa til skoðunar hjá bæjarráði. Bæjarstjóri upplýsti að þegar er í gangi viðræður varðandi þetta mál.
Svar

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir við velferðarráðherra á fyrirhuguðum fundi með honum varðandi þetta og fleiri atriði sem snerta málefni bæjarins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskar bókað:
"Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir ánægju með undirtektir við tillögu sjáflstæðismanna úr bæjarstjórn og að málefni um framtíðarnýtingu St. Jósefsspítala séu komin í farveg."