Framtíðarnýting St.Jósefsspítala
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1718
5. febrúar, 2014
Annað
‹ 4
5
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga. "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að kalla eftir því að heilbrigðisráðherra taki ábyrgð á framtíð bygginga St. Jósepsspítala og undirbúi hið fyrsta og hrindi í framkvæmd forvalsferli þar sem áhugasömum aðilum verði gefið tækifæri til að leggja fram hugmyndir sínar að framtíðarnýtingu fasteignanna." Geinargerð: Hingað til hefur öllum hugmyndum og tillögum bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um mögulega nýtingu á húsnæði St. Jósepsspítala verið hafnað. Hafa byggingarnar verið látnar standa auðar allt frá því að starfsemi St. Jósepsspítala var lögð niður í kjölfar sameiningar við Landsspítala Háskólasjúkrahúsi. Með bréfi dagsettu 14. mars 2013 kynntu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ríkinu tillögur og hugmyndir um með hvaða hætti nýta mætti húsnæði St. Jósefsspítala í þágu nærsamfélagsins í bænum. Í tillögunum fólst að ríkið afsalaði sér eignarhlut sínum í fasteignunum en Hafnarfjarðarbær tryggði húsnæðinu verðugt hlutverk í almannaþágu, fjármagnaði endurbætur þess og breytingar og stæði undir rekstri þeirrar starfsemi sem þar yrði. Óskuðu bæjaryfirvöld samhliða eftir viðræðum við ríkið vegna málsins. Í yfirlýsingu sem núverandi heilbrigðisráðherra birti 4. júní 2013 kom fram að á því rúma ári sem húsnæðið hefði staðið autt hefðu verið unnin skemmdarverk á byggingunum, rúður brotnar og krotað á veggi. Þar kom einnig fram að ráðast þyrfti í umtalsverðar breytingar og endurbætur á húsnæði St. Jósefsspítala óháð því hvaða starfsemi myndi verða þar. Ráðherra lýsti því einnig yfir að hann teldi æskilegt að viðræður við bæjaryfirvöld vegna málsins gætu hafist sem fyrst. Á fundi bæjarráðs þann 18. júli 2013 var lagt fram svar heilbrigðisráðherra við fyrrnefndu erindi bæjarins. Í erindinu var tillögu bæjarins hafnað. Á grundvelli þeirra viðbragða ráðherra samþykkti bæjarráð að senda ráðherra annað erindi þar sem kallað væri eftir fyrirætlunum ríkisins varðandi fasteignir St. Jósepsspítala, hvort til stæði að nýta þær undir starfsemi á sviði heilbrigðismála, aðra starfsemi á vegum ríkisins eða setja þær í söluferli. Því erindi sem sent var um miðjan júlí 2013 hefur enn ekki verið svarað. Fyrirspurnum bæjaryfirvalda til Fasteigna ríkisins, m.a. í tengslum við mögulega nýtingu húsnæðisins undir aðstöðu fyrir lítil nýsköpunarfyrirtæki hefur ekki verið svarað formlega.
Svar

Forseti Margrét Gauja Magnúsdóttir kynnti fyrirliggjandi tillögu.
Gunnar Axel Axelsson tók til máls, þá Geir Jónsson, síðan Rósa Guðbjartsdóttir og bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.