Hagræðing í stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar - tillaga úr bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3337
13. desember, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 5. desember 2012 að fela bæjarráði að vinna að.
Svar

Bæjarráð vísar hugmyndum um að leggja niður íþrótta- og tómstundanefnd til fjölskylduráðs, íþrótta- og tómstundanefndar, ÍBH og ungmennaráðs.

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna vísa til þeirrar faglegu vinnu sem liggur fyrir í úttekt frá júní 2011 varðandi stjórnsýslu og fyrirkomulag skipulags-, byggingar- og framkvæmdamála og telur því ekki ástæðu til breytinga á þeim þáttum. Einnig er vísað til skýrslu fagaðila frá apríl 2011 hvað varðar stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:
"Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna undirtektum við ákveðnum hluta tillögunnar en lýsa yfir vonbrigðum með það að meirihlutinn telji ekki ástæðu til að minnka yfirbyggingu í stjórnsýslu bæjarins og felli tillögur um að slíkar hugmyndir séu teknar til frekari skoðunar aftur."

"Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna benda á að við endurskoðun á stjórnsýslu bæjarins var framkvæmda veruleg hagræðing á sviðinu og störfum fækkað."