Lagt fram til kynningar. 13.1. 1301378 - Óseyrarbraut, deiliskipulag 5.3 Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags á reit 5.3. hafnarsvæðisins. Breytingin felur í sér stækkun lóðarinnar Óseyrarbrautar 31 um 1.288,0 fermetra og byggingarreit norðaustast á lóðinni. Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við skipulags- og byggingaráð að breyta deiliskipulagi á reit 5.3 á hafnarsvæðinu í samræmi við framlagðan uppdrátt. Jafnframt samþykkir hafnarstjórn að leigja vélsmiðju Orms og Víglundar afnot af lóðinni Óseyrarbraut 31 b til 3 ára fyrir starfsmannaaðstöðu 13.3. 0701138 - Framtíðarhafnarsvæði. Samþykkt að fela hafnarstjóra að eiga viðræður við fulltrúa lóðareiganda. 13.4. 1301731 - Hafnarsvæði, umsókn um stöðu- eða torgsöluleyfi Kynnt umsókn, til skipulags- og byggingaráðs, um stöðu- eða torgsöluleyfi á hafnarsvæðinu. Kynning 13.5. 1209314 - Markaðssetning Farið yfir stöðu mála varðandi markaðssetningu hjá höfninni. Formaður og hafnarstjóri greindu frá framvindu mála.