Bæarráð vísar fyrirliggjandi tillögu til bæjarstjórnar.
Bæjaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að þetta skref í heimild til lækkunar verðs atvinnulóða sé nú stigið og að þar með sé tekið undir sjónarmið bæjarfulltrúa flokksins um lækkun lóðaverðs. Vísað er til tillögu bæjarfulltrúa flokksins í bæjarstjórn 9. maí 2012 þar sem lagt var til að lóðaverð yrði lækkað umtalsvert og fært í átt til þess verðgrunns sem notaður var fyrir verðhækkanir síðustu ára. Mikilvægt er að bæjarfélagið lagi sig að breyttu aðstæðum í þjóðfélaginu, leiðrétti lóðaverð og stuðli þannig að því að efla atvinnu í sveitarfélaginu."