Lausar lóðir og verð 2013
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1712
16. október, 2013
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð BÆJH frá 14.okt. sl. Lögð fram eftirfarandi tillaga um lækkun á verði atvinnulóða. "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar heimilar bæjarráði að beita 6. gr. í samþykkt um gatnagerðargjald um sérstaka lækkunarheimild vegna atvinnulóða í Hafnarfirði. Heimild þessi nær einnig til að að bæjarráð geti veitt sérstakan afslátt ef framkvæmdir hefjast á úthlutaðri lóð innan eins árs og er lokið innan þriggja ára. Tilefni þessarar sérstöku lækkunar er sú kyrrstaða sem einkennt hefur eftirspurn eftir lóðum á höfuðborgarsvæðinu og nauðsyn þess stuðla að aukinni atvinnuuppbyggingu. Ákvörðun þessi gildir til loka árs 2015 nema hún verði afturkölluð fyrr eða sölu þeirra lóða við sem nú eru í boði er lokið." Bæarráð vísar fyrirliggjandi tillögu til bæjarstjórnar.
Bæjaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun: "Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að þetta skref í heimild til lækkunar verðs atvinnulóða sé nú stigið og að þar með sé tekið undir sjónarmið bæjarfulltrúa flokksins um lækkun lóðaverðs. Vísað er til tillögu bæjarfulltrúa flokksins í bæjarstjórn 9. maí 2012 þar sem lagt var til að lóðaverð yrði lækkað umtalsvert og fært í átt til þess verðgrunns sem notaður var fyrir verðhækkanir síðustu ára. Mikilvægt er að bæjarfélagið lagi sig að breyttu aðstæðum í þjóðfélaginu, leiðrétti lóðaverð og stuðli þannig að því að efla atvinnu í sveitarfélaginu."
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Lúðvík Geirsson tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.