Fundargerðir 2013, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1706
5. júní, 2013
Annað
‹ 6
7
Fyrirspurn
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29.maí sl. a. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 3.apríl og 10.maí sl. Fundargerð bæjarráðs frá 30.maí sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 28.maí sl. b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.maí sl. c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 21.maí sl. d. Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16.maí sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 28.maí sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 29.maí sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 21.maí sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 27.maí sl.
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls undir 3. lið - Vatnsverndarsvæði, bráðamengun - í fundargerð heilbrigðisnefndar frá 27. maí sl. Lúðvík Geirsson tók til máls undir 9. lið - Selhella 1, afsal lóðar, stjórnsýslukæra - í fundargerð bæjarráðs frá 30. maí sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 4. lið - Strandgata, ný húsagata - í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29. maí sl. Lúðvík Geirsson tók til máls undir 4. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29. maí sl. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Lúðvíks Geirssonar. Fyrsti varaforseti, Kristinn Andersen, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls undir 4. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29. maí sl. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir framangreindum 4. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29. maí sl. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari.