Fundargerðir 2013, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1715
27. nóvember, 2013
Annað
‹ 7
8
Fyrirspurn
Fundargerð bæjarráðs frá 21.nóv. sl. a. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 8.nóv. sl. b. Fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15.nóv. sl. c. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 11.nóv. sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 19.nóv. sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 20.nóv. sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 11.nóv. sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 18.nóv. sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 20.nóv. sl. a. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 30.okt. sl. b. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 11.nóv. sl.
Svar

Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 2. liðar fundargerðar bæjarráðs frá 21. nóvember sl., Landgræðsluverðlaun 2013.

Geir Jónsson kvaddi sér hljóðs vegna 5. liðar fundargerðar fjölskylduráðs frá 20. nóvember sl., Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2012. Þá tók Gunnar Axel Axelsson til máls vegna sama liðar, Geir Jónsson kom að andsvari.

Helga Ingólfsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 8. liðar fundargerðar bæjarráðs frá 21. nóvember sl., Jafnlaunastaðall tilraunaverkefni.

Ólafur Ingi Tómasson kvaddi sér hljóðs vegna 1. liðar fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 20. nóvember sl., Hleðslustaurar fyrir rafmagnsbíla.

Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 12. liðar fundargerðar bæjarráðs 21. nóvember sl., Fundargerðir Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis, Samningur við Sjúkratryggingar Íslands vegna sjúkraflutninga, sem og 8. liðar sömu fundargerðar, Jafnlaunastaðall tilraunaverkefni, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari varðandi jafnlaunastaðal, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson koma að andsvari við upphaflegri ræðu bæjarstjóra Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur varðandi sjúkraflutninga.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.