Kristinn Andersen kvaddi sér hljóðs vegna 1. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 5. nóvember sl. "Málfundur um skólamálí Hafnarfirði" og 2. liðar fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6. nóvember sl. "Nýtt áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið".
Þá tók bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls vegna sömu liða.
Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 4. liðar fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6. nóvember sl. "Þungmálmar og brennisteinn í mosa í Hafnarfirði", þá tók bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls vegna sama liðar, Rósa Guðbjartsdóttir kom andsvari við ræðu bæjarstjóra Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. ´
Valdimar Svavarsson tók einnig til máls vegna sama liðar, Margrét Gauja Magnúsdóttir koma að andsvari við ræðu Valdimars Svavarssonar og tók Sigríður Björk Jónsdóttir við stjórn fundarins á meðan, þessu næst tók bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls vegna sama liðar, síðan Sigríður Björk Jónsdóttir, þá Geir Jónsson.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.