Fundargerðir 2013, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1697
13. febrúar, 2013
Annað
‹ 2
3
Fyrirspurn
Fundargerð fjölskylduráðs frá 6.febr.sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 28.jan.sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6.febr.sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 4.febr.sl. Fundargerð bæjarráðs frá 7.febr. sl. a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 22.jan. og 1.febr. sl. b. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 20.des og 17.jan. sl. c. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 14.jan og 4.febr. sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 5.febr. sl.
Svar

Kristinn Andersen kvaddi sér hljóð vegna fundargerðar bæjarráðs frá 7. febrúar sl. 5. liðar Sólvangur, einnig vegna liða 9. og 10. Frumvörp til laga, umsagnir. Einnig vegna fundargerðar hafnarstjórnar 3. lið fundargerðar frá 1. febrúar sl.
Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Eyjólfur Sæmundsson koma einnig að andsvari við ræðu Kristins Andersen, Kristinn Andersen svaraði andsvörum. Eyjóflur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni, Kristinn Andersen svaraði andsvari öðru sinni, Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd.

Rósa Guðbjartsdóttir tók þessu næstu til máls vegna 5.liðar fundargerðar bæjarráðs, Sólvangur og einnig vegna 3. liðar liðar, Hämeenlinna vinarbæjarmót, sömu fundargerðar, jafnframt vegna 6. liðar fundargerðar fræðsluráðs, Skólaskipan í Hafnarfirði, frá 4. febrúar sl., Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari, Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemnd, Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að stuttri athugasemd, Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við upphaflega ræðu Rósu Guðbjartsdóttur.

Eyjólfur Sæmundsson tók þessu næst til máls vegna 6. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 4. febrúar sl.,Skólaskipan í Hafnarfirði, sem og 1.liðar fundargerðarinnar,Samningi um ræstingu sagt upp auk 5. liðar fundargerðar bæjarráðs,Sólvangur, Rósa Guðbjartsdóttir koma að andsvari, Eyjólfur svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd, Eyjólfur Sæmundsson kom einnig að stuttri athugasemd.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri tók til máls vegna 5. liðar fundargerðar bæjarráðs frá 7. febrúar sl., Sólvangur ályktun, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við upphaflega ræðu bæjarstjóra, bæjarstjóri Guðrún Ágústs Guðmundsdóttir svaraði andsvari, Geir Jónsson kom einnig að andsvari við upphaflegu ræðu bæjarstjóra.

Lúðvík Geirsson tók síðan til máls einnig vegna 5. liðar fundargerðar bæjarráðs frá 7. febrúar sl, Sólvangur ályktun, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari, Lúðvík Geirsson svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við upphaflegu ræðu Lúðvík Geirssonar, Lúðvík Geirsson svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Lúðvík Geirsson svaraði andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdótir kom að stuttri athugasemnd.

Sigríður Björk Jóndóttir tók einnig til máls vegna 5. liðar fundargerð bæjarráðs frá 7. febrúar sl, Sólvangu ályktun.

Valdimar Svavarsson tók þessu næstu til máls vegna 11. liðar fundargerðar skipulags- og byggingarráðs frá 5. febrúar sl., Vellir 7. áfangi deiliskipulagsvinna, einnig vegna 6. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 4. febrúar sl.,Skólaskipan í Hafnarfirði og 5. liðar fundargerðar bæjarráðs frá 7. febrúar sl., Sólvangur ályktun.

Undir ræðu Valdimars tók 1. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins.

Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Valdimars Svavarssonar, Valdimar Svavarsson svaraði andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdótir bæjarstjóri koma að andsvari öðru sinni, Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri kom að stuttri athugasemdn, Valdimar Svavarsson kom einnig að stuttri athugasemd, Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við upphaflegu ræðu Valdimars Svavarssonar, Valdimar svaraði andsvari, Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni, Sigríður Björk Jónsdóttir kom að stuttri athugasemd, Valdimar Svavarsson kom einnig að stuttri athugasemd.

Helga Ingólfsdóttir tók þá til máls vegna 2. liðar fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6. febrúar sl., Strætó bs leiðarkerfi, einnig vegna 3. liðar fundargerðarinn, Móttökustöð Sorpu bs Breiðhellu, framtíðarsýn.

Margrét Gauja Magnúsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju undir ræðu Helgu Ingólfsdóttur.

Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur og tók Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, Margrét Gauja Magnúsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og var fundi slitið klukkan 16:45.