Fundargerðir 2013, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1702
24. apríl, 2013
Annað
‹ 4
5
Fyrirspurn
Fundargerð fjölskylduráðs frá 17.apríl sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 8.apríl sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17.apríl sl. a. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 25.mars og 8.apríl sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 15.apríl sl. Fundargerð bæjarráðs frá 18.apríl sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar 16.apríl sl. b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9.apríl sl. c. Fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 25.mars og 4.apríl sl. d. Fundargerð stjórnar SSH frá 8.apríl sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.apríl sl.
Svar

Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 4. lið - Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál - í fundargerð fræðsluráðs frá 18. apríl sl. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir sama lið. Valdimar Svavarsson tók til máls undir 3. lið - Veð í húsnæði hafnarinnar - í fundargerð hafnarstjórnar frá 16. apríl sl. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 7. lið - Ársreikningar bæjarsjóðs 2012 - í fundargerð bæjarráðs frá 18. apríl sl. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir sama lið og 9. lið - Hjúkrunarheimili á Völlum, undirbúningur - í fundargerð bæjarráðs frá 18. apríl sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Lúðvík Geirsson tók til máls undir 9. lið í fundargerð bæjarráðs frá 18. apríl sl. Annar varaforseti, Sigríður Björk Jónsdóttir, tók við fundarstjórn. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Lúðvíks Geirssonar. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Fyrsti varaforseti tók við fundarstjórn að nýju. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Lúðvíks Geirssonar. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 18. apríl sl. Geir Jónsson kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir sama lið. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd.

Gert stutt fundarhlé.

Rósa Guðbjartsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma það tjón sem Hafnarfjarðarbær verður fyrir með því að rúmlega 1,2 milljarða króna krafa ESH á hendur Byr sparisjóði muni flokkast með almennum kröfum. Sjálfstæðismenn óska eftir því að bæjarráð hlutist til um að farið verði ofan í kjölinn á því hvaða ráðstafanir voru gerðar til að aflétta ábyrgð bæjarins og tryggja hagsmuni bæjarsjóðs í þessu máli í tengslum við breytingar á eignarhaldi sparisjóðsins."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign) og Helga Ingólfsdóttir (sign).

Gunnar Axel Axelsson kom að svohljóðandi f.h. fulltrúa Samfylkingar og VG:
"Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG taka undir með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins um að farið verði ofan í kjölinn á þeirri óheillaþróun sem átti sér stað í málefnum Sparisjóðs Hafnarfjarðar og afleiðingum þess fyrir bæjarsjóð og bæjarbúa.
Hafnarfjarðarbær hefur gætt sérstaklega að hagsmunum bæjarbúa í málefnum tengdum Sparisjóði Hafnarfjarðar allt frá því að gerðar voru breytingar á lagaumhverfi sjóðanna árið 2002. Leggja fulltrúar Samfylkingar og VG áherslu á að áfram verði leitað allra leiða til að standa vörð um hagsmuni bæjarins og bæjarbúa í þessu máli."

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign),
Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Lúðvík Geirsson (sign).