Fundargerðir 2013, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1700
27. mars, 2013
Annað
‹ 4
5
Fyrirspurn
Fundargerð fræðsluráðs frá 18.mars sl. Fundargerð bæjarráðs frá 21.mars sl. a. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 17.janúar sl. b. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 7.og 12.mars sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 19.mars sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 20.mars sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 11.mars sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12.mars sl. a.Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 11.mars sl. b. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 30.nóv., 25.jan.,1. og 8.mars sl.
Svar

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 6. lið - Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna - í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 19. mars sl. Sigríður Björk Jónsdóttir og Kristinn Andersen tóku til máls undir sama lið. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Kristins Andersen. Valdimar Svavarsson tók til máls undir fundarsköpum. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 2. lið - Viðhorfskönnun meðal foreldra leikskólabarna 2013 - í fundargerð fræðsluráðs frá 18. mars sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari.

Rósa Guðbjartsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsa yfir vonbrigðum með að hafa ekki fengið að leggja fram tillögu um skipulagsmál í Skarðshlíð (Völlum 7) og forgangsröðun framkvæmda eins og til stóð. Á næstunni munu sjálfstæðismenn leggja til að fyrirhugaðri úthlutun lóða í nýju hverfi Skarðshlíð verði frestað í bili þar sem enn vanti a.m.k. 2 milljarða króna í uppbyggingu hverfisins. Nú þegar er nægilegt magn íbúða í byggingu sem talið er að anni eftirspurn á komandi 3-4 árum. Lögð verði áhersla á að þétta byggð næstu árin, ljúka frágangi í nýbyggðum hverfum sem fyrst og að sett verði í forgang að bæta vegsamgöngur að nýjustu íbúða- og atvinnusvæðum bæjarins."

Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),
Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).

Gert stutt fundarhlé.

Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar:

"Samkvæmt 11. gr. samþykkta Hafnarfjarðarkaupstaðar skulu bæjarfulltrúar tilkynna bæjarstjóra skriflega til óskir sínar um að mál séu tekin á dagskrá bæjarstjórnar og senda nauðsynleg fylgigögn kl. 14:00 á föstudegi fyrir reglulegan fundartíma bæjarstjórnar á miðvikudegi kl. 14:00. Engar óskir þess efnis bárust frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins áður en dagskrá bæjarstjórnar var send út að þessu sinni."

Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign),
Guðfinna Guðmundsdóttir (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Hörður Þorsteinsson (sign).