Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 11.mars sl.
Tekið fyrir að nýju.
Forsetanefnd leggur til breytingu á greiðslu til varamanna vegna setu á bæjarstjórnarfundum, þannig að lágmarksgreiðsla fyrir hvern fund verði sem svarar 4 klst. (4% sbr. reglur um kaup og kjör í stjórnum ráðum og nefndum) og greitt verði fyrir hverja byrjaða klst umfram það (1% á hverja klst. sbr. reglur um kaup og kjör í stjórnum ráðum og nefndum)
Tillaga að breytingu til samþykktar bæjarstjórnar:
Fyrsta setning fjórðu málsgreinar reglna um kaup og kjör þeirra sem starfa í stjórnum, ráðum og nefndum hjá Hafnarfjarðarbæ verði: Greiðslur varamanns í bæjarstjórn skulu vera 4% fyrir hvern fund allt að fjórum klukkustundum og síðan 1% fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram það.