Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi
Kaplakriki
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 336
17. desember, 2013
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga Batterísins ehf dags. 29.08.13 að deiliskipulagi svæðisins. áður greint frá viðræðum við skipulagshönnuð og forsvarsmann FH í samræmi við bókun á síðasta fundi ráðsins. áður tekin til umræðu viðmið um bílastæði við íþróttaleikvangi. Lögð fram greinargerð Batterísins um bílastæði, sem óskað var eftir á fundi 19.11.13.
Svar

Skipulags- og byggingarráð fer fram á að breytt verði texta og uppdrætti þannig að heimilt verði að fjölga bílastæðum síðar með bílastæðahúsi með nánari skilmálum.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Kaplakrika, þegar leiðréttur uppdráttur hefur borist, í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.

Áður en framkvæmdir hefjast skal liggja fyrir undirritað samkomulag við nærliggjandi lóðarhafa um samnýtingu á bílastæðum þegar um stórviðburði er að ræða. Þá verði bílastæðaskipulag aðgengilegt á heimasíðu félagsins sem og samkomulag um samnýtingu stæða. Æskilegt er að slíku samkomulagi fylgi bílastæðakort þar sem gestum er leiðbeint hvar hægt sé að leggja bílum og nota almenningssamgöngur þegar um stórviðburði að ræða sem um leið hvetur gesti á jákvæðan hátti til að nota aðra samgöngukosti en einkabílinn. Gert er ráð fyrir að bílastæðafjöldi samkvæmt tillögunni svari eftirspurn vegna daglegrar notkunar eins og kemur fram í meðfylgjandi greinagerð.