Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi
Kaplakriki
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 321
30. apríl, 2013
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir erindi Sigurður Einarssonar Batteríinu f.h. Fimleikafélags Hafnarfjarðar, þar sem óskað er eftir heimild til að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins skv. meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarráð óskaði 19.2.2013 eftir að áður en lögð væri fram formleg skipulagstillaga yrði unnin skipulagslýsing vegnar fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu. Lýsing barst 12.4.2013. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.04.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og jafnframt leita umsagnar Vegagerðarinnar, Garðabæjar og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar.