Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.
Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.
Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson, f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingar og VG leggur fram eftirfarandi beiðni um upplýsingar:
1. Hver er ætlaður kostnaður við lágmarks endurbætur á því húsnæði St. Jósefsspítala þannig að hægt sé að taka húsnæðið í notkun í þeim tilgangi sem skilyrði eru sett um í kaupsamningi, þ.e. að húsnæðið verði nýtt undir opinbera þjónustu á vegum sveitarfélagsins?
2. Hvert er áætlaður árlegur viðhaldskotnaður fasteignarinnar?
3. Hver er áætlaður árlegur rekstrarkostnaður fasteignarinnar?
Þar sem kaupsamingur um fasteignina er nú kominn til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn gerum við ráð fyrir að umbeðnar upplýsingar liggi allar fyrir sem hluti af undirbúningin málsins. Óskum við því eftir að þær verði lagðar fram eigi síðar en á næsta fundi bæjarráðs þann 29. júní nk.
Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi drög að kaupsamningi ásamt fylgiskjölum og felur bæjarstjóra að ganga frá kaupsamningi við fjármála- og efnahagsráðuneyti f.h. Ríkissjóðs Íslands.
Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.