Óseyrarbraut 31b, deiliskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 447
13. febrúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags á reit 5.3. hafnarsvæðisins. Breytingin felur í sér stækkun lóðarinnar Óseyrarbrautar 31 um 1.288,0 fermetra og byggingarreit norðaustast á lóðinni. Hafnarstjórn samþykkti 01.02.13 að leggja til við skipulags- og byggingaráð að breyta deiliskipulagi á reit 5.3 á hafnarsvæðinu í samræmi við framlagðan uppdrátt. Jafnframt samþykkti hafnarstjórn að leigja vélsmiðju Orms og Víglundar afnot af lóðinni Óseyrarbraut 31 b til 3 ára fyrir starfsmannaaðstöðu. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 5.2.20013 að breyting á deiliskipulaginu verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. laga nr. 123/2010. Grenndarkynngu er lokið þar sem undirritað samþykki þeirra sem fengu grenndarkynninguna hefur borist.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að því verði lokið í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 204742 → skrá.is
Hnitnúmer: 10104128