Herjólfsgata 30-34, deiliskipulag.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 316
19. febrúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur tölvupóstur frá Inga Guðmundssyni f.h. Landeyjar ehf um það hvort deiliskipulag sem fellt var úr gildi sökum annmarka á málsmeðferð fáist samþykkt aftur verði eftir því leitað. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 03.01.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulags og byggingarsviði að undirbúa breytingu á deiliskipulaginu, sem varðar annars vegar breytingu á deiliskipulagsmörkum í samráði við Garðabæ, en hins vegar tillögu að skipulagi á lóðunum Herjólfsgötu 30-34 í samvinnu við lóðarhafa. Þar verði gert ráð fyrir uppbyggingu smárra íbúðarklasa sem falli vel að umhverfinu og hrauni sem umlykur lóðirnar. Ekki er þó gert ráð fyrir að nýting lóðanna verði eins mikil að umfangi og gert var ráð fyrir á því deiliskipulagi sem nú er fallið úr gildi.