Skipulags- og byggingarráð felur skipulags og byggingarsviði að undirbúa breytingu á deiliskipulaginu, sem varðar annars vegar breytingu á deiliskipulagsmörkum í samráði við Garðabæ, en hins vegar tillögu að skipulagi á lóðunum Herjólfsgötu 30-34 í samvinnu við lóðarhafa. Þar verði gert ráð fyrir uppbyggingu smárra íbúðarklasa sem falli vel að umhverfinu og hrauni sem umlykur lóðirnar. Ekki er þó gert ráð fyrir að nýting lóðanna verði eins mikil að umfangi og gert var ráð fyrir á því deiliskipulagi sem nú er fallið úr gildi.