Tinhella 1, lóðarleigusamningur, byggingarleyfi o.fl.
Tinhella 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 447
13. febrúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
Þann 27.11.2007 fékk N1 hf, úthlutað lóðinni Tinhellu 1. Lóðarleigusamningur hefur ekki verið þinglýstur á lóðinni.Graftarleyfi fékkst samþykkt 26.8.2008 þ.e. fylla í lóðina. Árið 2009 var sótt um starfsleyfi og árið 2010 var sótt um að reisa girðingu kringum athafnasvæði en var synjað. Ekkert byggingarleyfi er á lóðinni né stöðuleyfi, en þar er afgreitt metangas í dag og gámar án stöðuleyfis.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að ganga frá lóðarleigusamningi, sækja um byggingarleyfi fyrir metangasstöð og stöðuleyfi fyrir gámana. Að öðrum kosti fjarlægja mannvirkin af lóðinni, sem enn telst vera bæjarland. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 213022 → skrá.is
Hnitnúmer: 10101073