Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að ganga frá lóðarleigusamningi, sækja um byggingarleyfi fyrir metangasstöð og stöðuleyfi fyrir gámana. Að öðrum kosti fjarlægja mannvirkin af lóðinni, sem enn telst vera bæjarland. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.