Nokkur óvissa hefur verið um það hvort að nauðsynlegt sé að vinna deiliskipulag fyrir línur eins og þær liggja fyrir á aðalskipulagi á svæði sem ekki hefur verið deiliskipulagt, sem eru óbyggð svæði utan þéttbýlis í flestum tilvikum. Það er mat Skipulagsráðs Hafnarfjarðar að á óbyggðum svæðum verði aðalskipulaguppdrættir og mat á umhverfisáhrifum tilgreind sem forsenda framkvæmdaleyfis, enda séu slíkir fyrirvarar settir í samþykkt aðalskipulags fyrir Suðvesturlínur, um hnikun vegna fornminja, að erfitt gæti verið að fastsetja nákvæma legu á deiliskipulagsgrunni áður en til framkvæmda komi. Þá verði línuvegir skilgreindir sem slóðar sem einungis eru ætlaðir til viðhalds lína, en ekki sem vegir.
Skipulagsstofnun, hefur ekki gert kröfu um deiliskipulag, en vísar því til mats sveitarfélagsins hverju sinni. Hins vegar er það mat Skipulags- og byggingarráðs að þar sem deiliskipulag er fyrir hendi í þéttbýli og á þeim stöðum sem unnið hefur verið deiliskipulag, s.s. vegna námuvinnslu, skulu vinna breytingar á deiliskipulagi þar sem grein er gerð fyrir nákvæmri legu lína.