í byggingarreglugerð nr. 112/2012 segir í 10.4.2. gr.: "Kröfur. Við hönnun á útilýsingu skal þess gætt að ekki verði um óþarfa ljósmengun að ræða frá flóðlýsingu mannvirkja. Tryggja skal að útilýsingu sé beint að viðeigandi svæði og nota skal vel skermaða lampa sem varpa ljósinu niður og valda síður glýju og næturbjarma." Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að deyfa lýsinguna til samræmis við þessar kröfur.