Ársreikningar bæjarsjóðs 2012 - síðari umræða
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3348
18. apríl, 2013
Annað
Fyrirspurn
Þórey S. Þórðardóttir lögmaður Eftirlaunasjóðsins mætti á fundinn og fór yfir lífeyrirskuldbindingu vegna Byrs. Einnig mættu fjármálastjóri og Haraldur Eggertsson fulltrúi í stjórn Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðar.
Svar

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um ferli lífeyrisskuldbindinga Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðar vegna starfsmanna Byrs.

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:
"Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma það tjón sem Hafnarfjarðarbær verður fyrir með því að rúmlega 1,2 milljarða króna krafa ESH á hendur Byr sparisjóði muni flokkast með almennum kröfum. Það veldur vonbrigðum að ráðstafanir hafi ekki verið gerðar til að tryggja hagsmuni bæjarsjóðs í þessu máli þegar enn var ráðrúm til þess. Brýnt er að leita enn allra leiða til þess að lágmarka tjón Hafnarfjarðarbæjar."

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og bæjarstjóri bóka:
"Bæjarráðfulltrúar meirihlutans lýsa yfir vonbrigðum sínum með framgöngu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í þessu máli og tilraunir þeirra til þess að gera svo mikilvægt hagsmunamál bæjarbúa í Hafnarfirði það að pólitísku þrætumáli.
Bæjarráðsfulltrúar meirihlutans harma þá stöðu sem upp er komin, þar sem útlit er fyrir að háar fjárhæðir falli á bæjarsjóð og rekja má beint til þess hvernig staðið var að einkavæðingu bankakerfisins og breytinga á lögum um sparisjóði sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð fyrir á sínum tíma."