Gunnar Axel Axelsson tók til máls, þá Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Guðlaugar Kristjánsdóttur, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari og tók síðan við stjórn fundarins að nýju.
Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók síðan til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari.
Kristinn Andesen tók þessu næst til máls, þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Kristinn Andersen kom að andsvari.
Gunnar Axel Axelsson tók síðan til máls öðru sinni, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni.
Ófeigur Friðriksson tók þá til máls, Kristinn Andersen kom að andsvari. Adda María Jóhannsdóttir tók síðan til máls, Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur.
Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þessu næst til máls.
Gunnar Axel Axelsson tók til máls vegna fundarskapi, þá bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson og Gunnar Axel Axelsson, síðan Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur.
Guðlaug Kristjánsdóttir tók þá til máls öðru sinni.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti fyrirliggjandi samning með 7 atkvæðum gegn 4.
Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinn græns framboð:
"Fulltrúar Samfylkingar og VG benda á að það hafi verið sl. vor sem fram hafi komið ábendingar frá starfsmönnum um að ástæða væri til að endurskoða forsendur tilraunaverkefnis sem hófst árið 2013 í samstarfi við Motus og ákvörðun var tekin um segja upp samningi við fyrirtækið. Nýr meirihluti hefur haft því haft yfir hálft ár til að endurskoða forsendur samstarfsins, hætta því og færa verkefnið aftur til bæjarins eða bjóða það út. Sá tími hefur hins vegar verið illa nýttur og hvorki hefur verið hlustað á gagnrýni og málefnalegar ábendingar starfsfólks né fulltrúa minnihlutans.
Afstaða fulltrúa minnihlutans hefur legið skýr fyrir og því er bæði ósanngjarnt og ómaklegt af fulltrúum Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks sem og bæjarstjóra, að varpa frá sé ábyrgð á málinu og leita sökudólga út fyrir sínar eigin ráðir, sbr. bókun fulltrúa meirihlutans í bæjarráði þann. 15. janúar sl.
Fyrir liggja ábendingar frá starfsfólki sem því miður vísa flestar í sömu áttu og staðfesta að samstarfið feli í sér mikinn kostnaðarauka fyrir bæjarbúa og hann lendi að miklu leyti á tekjulágum fjölskyldum og öðrum sem síst hafa burði til að standa undir honum. Fyrir utan álagða dráttarvexti greiddu notendur þjónustu Hafnarfjarðarbæjar ríflega 38 milljónir króna til Motus á síðasta ári vegna frum- og millinnheimtu. Tekjur fyrirtækisins vegna lögfræðiinnheimtu á grundvelli samningsins liggja ekki enn fyrir.
Fulltrúar Samfylkingar og VG telja ekki hafa verið sýnt fram á að sá herkostnaður hafi skilað sér í samsvarandi bættri innheimtu og ábata fyrir bæjarfélagið í heild og íbúa þess."
Gunnar Axel Axelsson
Adda María Jóhannsdóttir
Ófeigur Friðriksson
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir
Kristinn Andersson tók til máls og gerði grein fyrir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar vísi til bókun bæjarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar.