Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við að gerðar séu breytingar á húsnæði eins og kemur fram í fyrirspurn, en bendir á að sækja þarf um breytingar á aðalskipulagi áður en unnt er að taka slíkt erindi til endanlegrar afgreiðslu, þar sem lóðin er skilgreind sem lóð fyrir þjónustustofnanir í núgildandi aðalskipulagi. Þá er æskilegt að gætt sé að því að breytingarnar séu í samræmi við upprunalegt útlit hússins.