Viðbygging samþykkt árið 2007 og virðist næstum öll hafa verið gerð.Síðasta úttekt var á burðarvirki þann 8.9.2008. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eigendum og byggingarstjóra 01.03.13 skylt að sækja um fokheldisúttekt innan fjögurra vikna, og að því loknu um lokaúttekt. Yrði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita úrræðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Fokheldisúttekt hefur farið fram, en enn vantar lokaúttekt.
Svar
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.