Fyrirspurn
Árið 2006 var samþykkt að flytja efri hæð hússins og byggja nýja. Árið 2010 fór byggingarstjóri ásamt iðnmeisturum af verkinu, og þá var það tilbúið til innréttingar.Eigandi fékk bréf dags. 22.3.10 um að honum bæri að stöðva allar framkvæmdir þar til nýr byggingarstjóri hefði verið ráðinn í samræmi við 36.1 og 36.2 grein byggingarreglugerðar nr. 441/1998 með síðari breytingum. Skv. skoðun úttektarmanns byggingarfulltrúa hefur efri hæðin verið tekin í notkun og svo virðist sem það sé fullklárað.