Í erindi umsækjanda er óskað eftir því að setja upp skilti á mögulega húsvegg, grindverk eða strætóskýli, eða á stöðum þar sem umferð gangandi vegfarenda er mikil. Skipulags- og byggingarráð mælir ekki með að skilti séu sett upp á ljósastaura þar sem skiltin þurfa vegna öryggissjónarmiða að vera i talsverðri hæð sbr. tilmæli í skiltareglugerð Hafnarfjarðar. Hins vegar sé tímabundin heimild á húsveggjum, grindverkum og öðrum stöðum svo framarlega sem fyrir liggi samþykki lóðarhafa hverju sinni.