Sólvangur, ályktun Bandalags kvenna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3345
21. mars, 2013
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram ályktun frá fulltrúaráðsfundi Bandalags kvenna í Hafnarfirði dags. 28.febrúar sl. varðandi Sólvang.
Svar

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara ályktuninni.

Bæjarráðfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka erindið og minna á fyrri bókun sína í bæjarráði um að staðið verði við fyrri samþykktir skýrslu starfshóps frá 2006, og ítrekun starfshóps fjölskylduráðs frá 2012, um áframhaldandi þróun og uppbyggingu Sólvangssvæðisins, þar sem verði framtíð miðstöðvar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði.

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram eftirfarandi bókun:
Eins fram kemur í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar lagt fram skýra stefnumörkun varðandi uppbyggingu heildrænnar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði og hefur hún verið unnin í nánu samstarfi og samráði við bæði ríki og aðra sem sinna öldrunarþjónustu í bænum. Byggir sú ákvörðun að hefja uppbyggingu á nýju þjónustusvæði í Skarðshlíð og styrkingu Sólvangssvæðisins á þeim grunni. Í síðustu endurskoðun Fjölskylduráðs á markaðri stefnu, sem ráðið skilaði í júní 2012 og breið samstaða var um í ráðinu, kemur fram að gert sé ráð fyrir að í tengslum við byggingu nýs hjúkrunarheimilis verði sú aðstaða sem til staðar er á Sólvangi, með tengingu við starfsemi heilsugæslunnar sem er í samtengdu húsnæði og nærliggjandi þjónustuíbúðum aldraðra, nýtt til uppbyggingar á miðstöð öldrunarþjónustu, s.s. á sviði dagþjónustu, endurhæfingar, sameiginlegri stjórnstöð heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu og upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu fyrir aldraða. Þá liggja fyrir hugmyndir Öldrunarsamtakanna Hafnar um frekari uppbyggingu á svæðinu sem miða að því að styrkja það verulega sem heildstæðan þjónustukjarna til framtíðar.
Eins og kemur fram í afgreiðslu fjölskylduráðs frá 20. febrúar sl. hefur Hafnarfjarðarfjarðarbær sótt um starfsleyfi til velferðarráðuneytisins um rekstur dagdvalar sbr. 2. gr. reglugerðar um dagvist aldraðra nr. 45/1990 og er gert ráð fyrir að sú þjónustu verði meðal þeirra þjónustuþátta sem fyrirhugað er að staðsetja á Sólvangstorfunni. Er það einn liður í innleiðingu fyrrgreindrar stefnumótunar um miðstöð öldrunarþjónustu á Sólvagnstorfunni.