Brettafélag Hafnarfjarðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1707
19. júní, 2013
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð FJÖH frá 12.júní sl. Á síðasta fundi fjölskylduráðs var samningsdrögum vísað til íþrótta- og tómstundanefndar. Nefndin samþykkti drögin fyrir sitt leyti.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Þá Geir Jónsson og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri. Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Helga Ingólfsdóttir kom að stuttri athugasemd. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Lúðvík Geirsson tók til máls, þá Rósa Guðbjartsdóttir. Lúðvík Geirsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Sigríður Björk Jónsdóttir tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók aftur við fundarstjórn. Örstutt fundarhlé gert.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlögð samningsdrög með 10 atkvæðum. Einn sat hjá.

Bókun fjögurra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Samstarfssamningur við Brettafélag Hafnarfjarðar sem nú liggur fyrir bæjarstjórn til samþykktar er jákvætt skref í uppbyggingu á æskulýðsstarfi í bænum. Fjárhagslegir þættir og kostnaðarumfang verkefnisins liggur ekki fyrir enda einungis um viljayfirlýsingu að ræða. Brýnt er að fjárhagslegir þættir liggi ljóst fyrir og umgjörð verkefnisins verði vönduð og vel unnin við frekari frágang málsins.
Valdimar Svavarsson (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Geir Jónsson (sign) Ólafur Ingi Tómasson (sign).

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá og óskar bókað:
Ekki er unnt að samþykkja fyrirliggjandi samstarfssamning þar sem ekki liggur fyrir sérstakur afnotasamningur sem vísað er til í 2.gr. og ætlað er að taka til afnotaréttar félagsins af húsnæðinu og hvert hlutfall kostnaðarskiptingar á að vera milli BF og bæjarins varðandi uppbyggingu á aðstöðu til brettaiðkunar, byggingu palla, rampa og annars sem nauðsynlegt er til hjólabrettaiðkunar innanhúss.
Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist í haust og ekki liggur fyrir hver kostnaður er áætlaður á þessu ári við verkefnið.
Eingöngu er tilgreint að kostnaður við rafmagn og hita kr. 794.000,- til ársloka 2013 án þess að fyrir liggi hvar fjárheimild fyrir þeim kostnaði er. Miðað við þá þröngu fjárhagstöðu sem sveitarfélagið býr við er mikilvægt að ekki sé stofnað til skuldbindinga nema fyrir liggi hvert er umfang verkefnisins er.
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Helga Ingólfsdóttir (sign).