Hjallahraun - Fjarðarhraun gatnamót
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 318
19. mars, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Gestur Ólafsson arkitekt óskar með tölvupósti dags. 13.03.13 eftir því f.h. Eikar fasteignafélags að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina um breytingu á hægri beygju af Hjallahrauni inn á Fjarðarhraun. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 13.03.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að verða við erindi um viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamóta við Hjallahraun og Fjarðarhraun. Skipulags-og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að hefja undirbúning að deiliskipulagi/hverfaskipulagi svæðisins í heild.