Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1751
16. september, 2015
Annað
‹ 5
6
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð FORSETANH frá 31. ágúst sl. Breytingar á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og hafnarreglugerð teknar til umfjöllunar. Einkum er um að ræða breytingar sem leiða af samþykkt bæjarstjórnar frá 29. júní sl., breytingar á nefndaskipan og tilflutningur verkefna.
Forsetanefnd vísar með 2 atkvæðum breyttum samþykktum um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun: Samþykkt um stjórn og fundarsköp eru grunnreglur hvers sveitarfélags sem hver einstök sveitarstjórn setur sér lögum samkvæmt. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna vilja að það komi fram að hingað til hafa allar breytingar á Samþykktum Hafnarfjarðarbæjar verið unnar í samstarfi fulltrúa allra flokka. Sá háttur hefur verið hafður á að forsetanefnd undirbýr breytingar og hefur undantekningalaust átt fjölda samráðs- og vinnufunda áður en til breytinga hefur komið. Í samræmi við eðli og tilgang samþykktanna hefur sömuleiðis verið lögð höfuðáhersla á að ná þverpóltísktri sátt um tillögur til bæjarstjórnar að breytingum á þeim. Hér virðist aftur á móti vera viðhaft það einkennilega vinnulag að halda einn fund í Forsetanefnd þar sem fulltrúar meirihluta tilkynnir fulltrúum minnihlutans um breytingar sem meirhluti ætlar að framkvæma og keyra í gegn í bæjarstjórn. Fulltrúar minnihlutans fordæma þessi vinnubrögð og þann augljóslega skort á vilja til eðlilegs samráðs og samvinnu sem í þeim endurspeglast.
Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar meirihluta fagna vilja minnihluta til samráðs og samstarfs í skipulagsbreytingum hjá Hafnarfjarðarbæ. Sá vilji er gagnkvæmur. Fyrir liggur samþykkt bæjarstjórnar á breyttu skipulagi Hafnarfjarðarbæjar. Verkefni forsetanefndar er að þessu sinni að undirbúa fyrstu umræðu í bæjarstjórn á breytingum í samþykktum bæjarins sem byggja á fyrrgreindri samþykkt bæjarstjórnar.
Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins undir ræðu hennar.
Þá tók Gunnar Axel Axelsson til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu: "Í ljósi þess að framlagðar tillögur hafa ekki fengið fullnægjandi umfjöllun, ekki hefur leitað eftir og tekið tillit til umsagna fagaðila á viðkomandi sviðum, ekkert samráð hefur átt sér stað við hagsmunaaðila og forsetanefnd hefur ekki fengið eðlilegt ráðrúm til að leggja mat á tillögurnar og móta þær endanlega, leggjum við til að málinu verði vísað aftur til forsetanefndar sem fái það verkefni að undirbúa málið í samræmi við framkomnar ábendingar og athugasemdir áður en bæjarstjórn fær það til formlegrar afgreiðslu."
Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir kom einnig að andsvari við upphaflegri ræðu Gunnars Axels Axelssonar, einnig Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir kom að stuttri athugasemd og tók síðan við stjórn fundarins að nýju.
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tók síðan til máls og gerði einnig að tillögu sinni að vísa málinu aftur til forsetanefdnar, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari og tók 2. varaforseti við stjórn fundarins á meðan, Elva Dögg Ásudóttir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.
Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.
Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við upphaflegri ræðu Elvu Daggar Ásudóttur Kristinsdóttur, Elva Dögg Ásudóttir Kristindóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni.
Adda María Jóhannsdóttir tók þessu næst til máls, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom einnig að andsvari og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að andsvari við upphaflegri ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir kom að athugasemd svo og Adda María Jóhannsdóttir.
Gunnar Axel Axelsson tók til máls öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Unnur Lára Bryde kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelssonar svaraði andsvari.
Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þá til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari.
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tók síðan til máls öðru sinni, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdótir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni.
Gunnar Axel Axelsson tók til máls vegna fundarskapa.
Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls, Gunnar Ael Axelsson kom að andsvari.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi með 7 atkvæðum gegn 4 að vísa málinu til forsetanefndar.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum að vísa breytingum á samþykktun á stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og breytingum á hafnarreglugerð til síðari umræðu.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboð sitja hjá við afgreiðsluna.
Forseti lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:
Meirihluti bæjarstjórnar leggur áherslu á að forsetanefnd fundi um fyrirliggjandi tillögur um breytingar á samþykktum og fái lögfræðing sambands sveitarfélaga að þeirri umræðu, áður en kemur til annarrar umræðu í bæjarstjórn.
Einnig 1. liður úr fundargerð forsetanefndar frá 14. september sl.
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi tillögu:
Líkt og fulltrúar minnihlutans hafa ítrekað bent á og fram kemur bæði í áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga og nú innanríkisráðuneytis stangast fyrirætlanir meirihlutans um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Hafnarfjarðarhafnar á við meginákvæði hafnalaga. Þá er enn óljóst hvaða tilgangi breytingarnar eigi að þjóna.
Gerum við það að tillögu okkar að hætt verði við allar breytingar á skipulagi hafnarinnar og Hafnarfjarðarhöfn fái að standa sem sjálfstætt B hluta fyrirtæki með sjálfstæða hafnarstjórn og aðskilin fjárhag frá Hafnarfjarðarbæ eins og lög nr. 61/2003 um hafnir kveða á um. Einnig gerum við það að tillögu okkar að Hafnarfjarðarbær færi til fyrra horfs reikningagerð, bókhald, launaútreikninga og launagreiðslur sem færð hafa verið frá höfninni til Hafnarfjarðarbæjar.
Þá bendir innanríkisráðuneytið á að ekki gangi að samþykkja breytingar á samþykktum sveitarfélagsins og vísa þar í reglugerð sem ekki hafi hlotið formlega yfirferð og samþykki ráðuneytis. Leggjum við því til að önnur umræða um breytingar á samþykktum fari ekki fram fyrr en staðfesting ráðuneytis á reglugerðinni liggur fyrir.
Framkomin tillaga felld með 2 atkvæðum gegn 1.
Fulltrúi Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
Leitað hefur verið álits Sambands íslenskra sveitarfélaga og Innanríkisráðuneytisins á fyrirhuguðum breytingum á hafnarreglugerð Hafnarfjarðarhafnar. Tekið er tillit til ábendinga þessara aðila í þeirri tillögu að hafnarreglugerð sem nú liggur fyrir.
Fulltrúi Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks samþykkja að vísa fyrirliggjandi drögum að samþykktum Hafnarfjarðarkaupstaðar og drögum að hafnarreglugerð dags. 14.sept. til annarrar umræðu í bæjarstjórn. Fulltrúi Vinstri grænna greiddi atkvæði á móti.

Svar

Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan. Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju.

Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls.

Gert var matarhlé kl. 18:37 til 20:20.

Kristinn Andersen tók til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari.

Ólafur Ingi Tómasson tók þá til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari.

Einar Birkir Einarsson tók þá til máls.

Guðlaug Kristjánsdóttir tók þessu næst til máls og tók Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir 1. varaforseti við stjórn fundarins á meðan. ´Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju.

Adda María Jóhannsdóttir tók síðan til máls, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom einnig að andsvari og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að stuttri athugasemd sem og Adda María Jóhannsdóttir. Forseti Guðlaug Kkristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.

Gunnar Axel Axelsson tók þessu næsti til máls, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.

Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tók síðan til máls.

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tók þá til máls.

Bæjarstjórn Hafmarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum gegn 4 fyrirliggjandi tillögu að Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Hafmarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum gegn 4 fyrirliggjandi tillögu að hafnarreglugerð.

Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna:

"Bæjarfulltrúar minnihlutans vilja að fram komi að þeir hafa hafa ítrekað komið með athugasemdir við ákvarðanir meirihlutans, athugasemdir sem einnig koma fram, bæði í áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga og nú athugasemdum innanríkisráðuneytis að fyrirætlanir meirihlutans um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Hafnarfjarðarhafnar og stöðu hafnarinnar í skipuriti bæjarins stangast á við meginákvæði hafnalaga. Þá er enn óljóst hvaða tilgangi breytingarnar eigi að þjóna.

Þess vegna gerðum við það að tillögu okkar á fundi forsetanefndar þann 14. september sl. að hætt yrði við allar breytingar á skipulagi hafnarinnar og að Hafnarfjarðarhöfn fengi áfram að standa sem sjálfstætt B hluta fyrirtæki með sjálfstæða hafnarstjórn og aðskilin fjárhag frá Hafnarfjarðarbæ eins og lög nr. 61/2003 um hafnir kveða á um. Einnig gerðum við það að tillögu okkar að Hafnarfjarðarbær færði til fyrra horfs reikningagerð, bókhald, launaútreikninga og launagreiðslur sem færð hafa verið frá höfninni til Hafnarfjarðarbæjar.

Við bentum einnig á að innanríkisráðuneytið hefði í athugasemdum sínum tekið fram að ekki gangi að samþykkja breytingar á samþykktum sveitarfélagsins og vísa þar í reglugerð sem ekki hafi hlotið formlega yfirferð og samþykki ráðuneytis. Því lögðum við til að önnur umræða um breytingar á samþykktum færi ekki fram fyrr en staðfesting ráðuneytis á reglugerðinni lægi fyrir.
Þessar tillögur minnihlutans um vandaða stjórnsýslu og tillögur um að farið væri eftir athugasemdum innanríkisráðuneytisins voru felldar af meirihlultanum.

Tillögur minnihlutans um að haft yrði samráð við fag- og hagsmunaaðila á sviði frístunda og fræðslumála voru sömuleiðis felldar af fulltrúum meirihlutans."

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:

"Samþykkt bæjarstjórnar frá 29. júní sl. gerir ráð fyrir því að hafnarstjórn starfi áfram, en málefni hafnarinnar færist inn í skipurit bæjarins. Drög að nýrri reglugerð hafa verið unnin í nánu samráði við lögfræðinga sambands íslenskra sveitarfélaga og jafnframt hefur verið haft samráð við innanríkisráðuneyti. Á grundvelli þess ferlis liggur nú fyrir bæjarstjórn tillaga að reglugerð þar sem tillit hefur verið tekið til ábendinga. Bent er á að hafnir Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja eru báðar starfræktar með þeim hætti sem samþykkt var að taka upp með afgreiðslu bæjarstjórnar þann 29. júní sl. Báðar þessar hafir eru stærri í rekstrarlegu tilliti en Hafnarfjarðarhöfn"