Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3420
19. nóvember, 2015
Annað
Fyrirspurn
Varðar reglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn. Guðjón Bragason sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands ísl. sveitarfélaga mætti á fundinn.
Svar

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirliggjandi bréfi innanríkisráðuneytisins í samræmi við umræður á fundinum.


Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG lögðu fram svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúar minnihlutans ítreka bókun sína á fundi bæjarstjórnar þann 16. september sl. Fulltrúar minnihlutans hafa ítrekað komið með athugasemdir við fyrirætlanir meirihlutans í málefnum Hafnarfjarðarhafnar og bent á að þær stangist á við meginákvæði hafnalaga. Þá er enn óljóst hvaða tilgangi breytingarnar eigi að þjóna.