Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirliggjandi bréfi innanríkisráðuneytisins í samræmi við umræður á fundinum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG lögðu fram svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúar minnihlutans ítreka bókun sína á fundi bæjarstjórnar þann 16. september sl. Fulltrúar minnihlutans hafa ítrekað komið með athugasemdir við fyrirætlanir meirihlutans í málefnum Hafnarfjarðarhafnar og bent á að þær stangist á við meginákvæði hafnalaga. Þá er enn óljóst hvaða tilgangi breytingarnar eigi að þjóna.