Skarðshlíð lóðaúthlutun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 349
1. júlí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Bregðast þarf við breyttum áherslum íbúa um minni íbúðir og hagkvæmari sérbýli en lega svæðisins býður uppá mikla möguleika auk þess sem fyrirhugað er að bjóða út 1. Áfanga Ásvallabrautar á þessu ári sem mun bæta vegtengingar svæðisins til muna.
Svar

Skipulags- og byggingarráð beinir því til bæjarráðs að hlé verði gert á lóðaúthlutunum í Skarðshlíð. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulag Skarðshlíðar verði tekið til endurskoðunar og skoðað verði með hvaða hætti best verði tryggt að skipulag svæðisins og nýting taki mið af þörf markaðarins um minni og hagkvæmari sérbýli og fjölbýli. Tillaga að breyttu skipulagi Skarðshlíðar liggi fyrir í október.
Skipaður verði faglegur samráðshópur sem skoðar þéttingar og nýtingarmöguleika Hafnarfjarðar í heild sinni.