Skipulags- og byggingarráð beinir því til bæjarráðs að hlé verði gert á lóðaúthlutunum í Skarðshlíð. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulag Skarðshlíðar verði tekið til endurskoðunar og skoðað verði með hvaða hætti best verði tryggt að skipulag svæðisins og nýting taki mið af þörf markaðarins um minni og hagkvæmari sérbýli og fjölbýli. Tillaga að breyttu skipulagi Skarðshlíðar liggi fyrir í október.
Skipaður verði faglegur samráðshópur sem skoðar þéttingar og nýtingarmöguleika Hafnarfjarðar í heild sinni.